Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.3. 2015 Þ að skiptir mestu að réttar ákvarðanir séu teknar þegar staðan kallar á þær. En stundum dugar það ekki fyllilega til. Þá getur skort að rétta ákvörðunin sé tekin með réttum hætti og á réttum tíma. Þegar slett er heitir það „timing“. Stundum geta samanlagðir annmarkar orðið yfir- sterkari ákvörðun, sem var þó ein og sér rétt, svo ólíklega sem það hljómar. Maður fyrir bryggjuborð Einfalt dæmi um þetta gæti verið um mann, sem félli í gömlu höfnina í Reykjavík. Nokkrir góðviljaðir menn væru vitni að atburðinum. Þeir vildu fyrir bregðast rétt við, enda mikið í húfi, jafnvel mannslíf. Stungið var upp á því að reyna að kalla til lögreglu eða reynda slökkviliðsmenn. Nefnt var hvort rétt væri að kasta sér til sunds til að aðstoða manninn. Þá var bent á björgunarhringi sem blöstu við og velt fyrir sér hvort ekki væri sjálfsagt að kasta þeim til mannsins. Helst var það haft gegn því að reyna að kalla til lögreglu að það væri of seinleg aðgerð og maðurinn gæti hafa gef- ist upp áður en hún kæmi með réttan búnað. Gallar við það að kasta sér til sunds voru margir. Mennirnir voru ekki sundgarpar og kynni að þurfa að bjarga þeim og eins var vitað að drukknandi menn gripu stundum í skelfingu sinni utan um björgunarmann svo hann fengi ekki athafnað sig og því færust báðir. Hættan við björgunarhringinn væri m.a. sú að hann gæti lent í höfðinu á drukknandi manni með hörmulegum afleið- ingum. Á meðan á þessum vangaveltum stóð, dreif að fleiri menn og var óhjákvæmilegt að setja þá inn í mál- ið. Loks var ákveðið að gera allt þetta þrennt: Einn myndi kalla til hið opinbera hjálpræði. Annar sækti björgunarhring og henti honum og héldi í snúruna sem við hann er tengd og hinn vaskasti byggi sig undir að kasta sér til sunds ef allt um þryti. Tíminn, sem fór í vangaveltur var mikill og minnkaði líkurnar á því, að maðurinn næðist lifandi upp úr höfninni. Ákvörðunin var eftir sem áður rétt. En hún hefði verið enn farsælli án vandræðagangs á bryggjunni. Að öðru Þann 10. þessa mánuðar urðu að því er virtust nokkur þáttaskil varðandi umsókn um aðild að ESB, sem strandaði í höndum Össurar Skarphéðinssonar á seinni hluta kjörtímabils Vinstristjórnarinnar. Þá samþykkti Ríkisstjórn Íslands loks ályktun þar sem segir meðal annars: „Ríkisstjórn Íslands hefur frá því að hún tók við völdum árið 2013 fylgt nýrri og skýrri stefnu varðandi aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. ... Ríkisstjórn Íslands hefur engin áform um að hefja aðildarviðræður að nýju. Enn fremur yfirtekur þessi nýja stefna hvers kyns skuldbindingar af hálfu fyrri ríkisstjórnar í tengslum við aðildarviðræður. Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkis- stjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsókn- arríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu. Ítrekað er mikilvægi áframhaldandi náinna tengsla og samstarfs milli ESB og Íslands sem byggjast einkum á EES-samningnum. Ríkisstjórnin einsetur sér að viðhalda nánum tengslum óháð hvers kyns þáttum tengdum aðildarmálum. Enn fremur vill ríkisstjórnin leggja áherslu á mik- ilvægi þess að viðhalda einingu og samstarfi á erfið- um tímum í sögu Evrópu þar sem reynir á grunn- þætti öryggis og efnahagslegrar hagsældar.“ Segja má að þetta bréf til Evrópusambandsins sé tiltölulega afdráttarlaust og að því leyti fagnaðarefni. Láta má vera það sem augljóslega er ofsagt að rík- isstjórnin hafi fylgt „skýrri stefnu“ í málinu frá því að hún kom til valda fyrir tæpum tveimur árum. Það hét Egilsstaðasamþykkt í gamla daga þegar ályktað var að eitthvað æskilegt hefði gerst, þótt ekkert benti til þess. Strax eftir að ný ríkisstjórn kom til valda á Ís- landi sumarið 2013 sögðu talsmenn ESB nauðsynlegt Er rétt að stökkva yfir læk sem enn er langt í burtu og krækja til að komast í keldu? Reykjavíkurbréf 13.03.15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.