Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.03.2015, Blaðsíða 57
við þrjú flennistór málverk með svörtum, þungum formum og mannverum sem klúka stakar úti í kanti. Aðalsteinn segir þessar máluðu svörtu einingar vera táknmyndir at- hvarfsins sem maðurinn reisir sér gegn óreiðunni en hér hefur það snúist gegn manninum, sligað hann eða ýtt til hliðar. Á milli eru minni geómetrísk verk formhrein og litbjört, og loks lítil olíumynd sem Að- alsteinn segir vera áhrifaríkan endahnút, niðurstöðu þess sem er í hinum verkunum. Jón Axel er einn kunnasti myndlist- armaður sinnar kynslóðar og spratt á eft- irtektarverðan hátt úr deiglu „nýja mál- verksins“. Hann tekur á móti blaðamanni sem spyr: Hvaða endurröðun er þetta? „Tilveru minni var endurraðað,“ svarar hann. „Það bara gerðist og annar hver mað- ur lendir í slíku, á einhvern hátt. Það getur haft gríðarleg áhrif og mikil uppstokkun varð á minni tilveru. Myndlistin mín er alltaf ákveðin viðbrögð við umhverfinu, auk þess myndlistin mín er mér grafalvarlegt mál.“ Talið berst að vatnslitaseríunni í Arinstofu þar sem Jón Axel segir meininguna meira abstrakt en í málverkunum á efri hæðinni. „En þetta er allt að breytast. Ég hef einu sinni reynt meðvitað að breyta verkum mín- um með handafli, með hörmulegum afleið- ingum.“ Hann hlær. „Þá var ég að reyna að losa mig við þennan fígúratífa þátt en það var ekki bara að útkoman fullnægði ekki hugmyndum mínum um myndlist, næði ekki því sem ég vildi yfirfæra, heldur urðu verkin beinlínis vond!“ En þessi höfuð í Gryfjunni? „Þessir hausar eru talsvert breyttir frá því sem ég sýndi uppi fyrir fimmtán árum,“ svarar Jón Axel. „Nú er hver með sínum persónulegu einkennum, sem var ekki áður. Þá voru þeir upphafnir í guðlegri vímu en nú er allt annað inntak í verkinu, körlunum er endurraðað, fá persónulegri einkenni og eru kannski nær okkur sem stöndum með báða fætur á jörðinni en hinir voru. Kannski held ég áfram að fjalla í verkum mínum um hið guðlega, og ekki síst áhrif á siðferðilega þætti, en ég held samt að ég sé á ein- hverjum snúningspalli hér núna.“ Hann snýr talinu aftur að málverki og að því sem hann kallar „vitleysisumræðu um málverk“, sem sé aðeins eitt þeirra tækja sem standa til boða í myndlistarsköpun. „Ég get notið lista í öllum formum, það skiptir bara máli hverju menn ná fram með því formi sem þeir velja sér. Það vill bara þann- ig til að ég hef sérstakan áhuga á penslum!“ sem ég hef hingað til unnið mikið úr trúar- legum efnum, en þessi umhverfislegu áhrif eru sterk.“ Jón Axel bætir við að sér sé mikið í mun að verk sín yfirfæri kenndir, skoðanir og til- finningar. „Það er kannski ástæða þess að ég er ekki hreinn og beinn geómetrískur mynd- listarmaður því ég hef mjög gaman af að skoða slíka myndlist. Ég er alltaf bundinn þessu frásagnarlega í myndlistinni, verð alltaf að hafa þennan lest- ur, þessa yfirfærslu í frásögn.“ Við ræðum um þessi stóru og kröftugu málverk og hann bætir við að þrátt fyrir frá- sagnarþáttinn hafi hann aldrei verið hlynnt- ur því að auðvelda fólki lestur á myndum sínum. „En það er mikil tilfinningaleg hleðsla í þeim. Það er mér mikilvægt,“ segir hann, þagnar og hugsar sig um. Horfir á verkin kringum okkur og bætir við: „Trúar- legi þátturinn sem var mér mikilvægur er ekki lengur til staðar í þessum verkum. En Í Gryfju Listasafns ASÍ eru þessi höfuð Jóns Axels, „hver með sínum persónulegu einkennum“. 15.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Freyja Reynisdóttir opn- ar á laugardag klukkan 14 forvitnilega sýningu í Flóru á Akureyri sem hún kallar „Ef ég væri fugl sem heitir súrmjólk“. Í verkunum á sýningunni freistar Freyja að svara þeirri spurningu. 2 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarkona opnar í dag, laugardag, klukkan 14 inn- setningu í verkefnarýminu Salt Vatns Skæri við Kaupvangsstræti á Akureyri. Verkið sem hún sýnir ber yfirskriftina Blái flygillinn og var gert fyrir sýninguna Píanó á Listasafni Íslands í fyrrasumar. 4 Enn ein kvikmyndaveislan stendur yfir í Bíó Paradís, Þýskir kvikmyndadagar þar sem sýndar verða sex kvikmyndir sem gefa þverskurð af því besta sem gert er á þessu sviði í Þýskalandi þessi misserin. 5 Á morgun, sunnudag, klukk- an 14, mun Einar Gari- baldi Eiríksson myndlist- armaður fylgja gestum Listasafns Íslands um sýningu A Kas- sen-hópsins. Einar var annar íslensku listamannanna sem voru valdir á nor- rænu Carnegie-sýninguna árið 2014 en A Kassen-hópurinn lét handverks- menn í Kína endurgera verkin á sýn- ingunni. 3 Hönnunarmars stendur yfir þessa dagana og er full ástæða til að hvetja alla áhugamenn um hönnun og skapandi hugs- un til að bregða sér af bæ og skoða eitthvað af þeim forvitnilegu sýn- ingum sem settar hafa verið upp. MÆLT MEÐ 1 – Þú leitar ekki öryggis í endurtekning- unni? „Nei. En sumir tala um einhvern stíl, eins og Kolbein Bjarnason flautuleikari í Caput sem segir verk mín hafa sterk stíleinkenni. Ég á bágt með að gera mér grein fyrir slíku sjálf.“ Eiginmaður Þuríðar, Atli Ingólfsson, er einnig tónskáld. Hún segir ekki vera sam- keppni á milli þeirra, nema þá kannski um tíma fyrir tónsmíðarnar. „Við eigum þrjú börn og gjarnan þarf annað okkar að vera heima að sinna fjöl- skyldunni, þá er kannski samkeppni um það hvort okkar getur verið í vinnunni meðan hitt skúrar. Annars gengur þetta mjög vel.“ Þuríður er líka í hálfri kennslu, á flautuna. „Mér finnst gott að halda mér við í flautu- leiknum og kem líka fram öðru hverju, við hina og þessa viðburði. Til að mynda á Al- þjóðlegu flautuhátíðinni hér síðar í mán- uðinum. Þá flyt ég næsta vetur verk sem ítalskt tónskáld er að semja fyrir mig.“ Og hún er að semja verk fyrir Nicola Lolli, konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og píanóleikarann Domenico Cod- ispoti sem verður frumflutt á Listahátíð í vor. „Þeir verða með efnisskrá þar sem þeir leika meðal annars verk eftir Prokofiev og Beethoven og síðan var þetta verk pantað af mér, í tilefni þess að nú er öld síðan konur á Íslandi fengu kosningarrétt,“ segir Þuríður. „Ég vinn að því þessa dagana í vinnustofu listamanna í Króki á Álftanesi. Það þarf að reyna að hrista upp í þessum tónleikum,“ segir hún og hlær. – Þú fékkst síðan sex mánaða starfslaun. „Já, þau gera vinnuna auðveldari. Ég byrja að taka þau í haust, minnka þá við mig kennsluna, verð ekki eins háð því um tíma að fást við allt mögulegt til að ná endum saman, og get betur samið það sem mér dettur í hug, mögulega stærri verk. Það verður gaman, segir hún.“ „Mér líður svolítið eins og það eigi að vera einhver tímamót á ferlinum hjá mér, en sú er alls ekki raunin,“ segir Þuríður Jónsdóttir. Caput-hópurinn helgar tónleika í 15:15 tónleikaröðinni á sunnudag verkum hennar. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.