Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 16
16 Þórdís T. Þórarinsdóttir Inngangur Í greininni er upphaf og þróun hugtaksins upplýsingalæsi (Information Literacy) skoðað. Fjallað er um gildi upplýsinga- læsis fyrir félagslega, menningarlega og efnahagslega þróun samfélagsins og mikilvægi þess að efla það meðal þjóða heimsins. Staða upplýsingalæsis í helstu viðmiðunarlöndum Íslands er kynnt svo og staða upplýsingalæsis á Íslandi. Rakin er þróun og áherslubreytingar í stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar í upplýsingamálum. Komið er inn á hvernig stefna ríkisstjórnar Íslands endurspeglast í lögum um grunn- skóla og framhaldsskóla. Umfjöllun um upplýsingalæsi hér á landi Fram til þessa hefur ekki eins mikið verið fjallað um upplýsinga- læsi hér á landi og vert væri og hugtakið er Íslendingum almennt ekki tamt. Helst er að telja þrjár greinar sem birtar hafa verið í tímaritinu Bókasafnið og fjalla um upplýsingalæsi frá mismunandi sjónarhornum. Ingibjörg Sverrisdóttir (2001) fjallar um þróun hugtaksins upplýsingalæsi og nauðsyn kunnáttu í upplýsingalæsi á nýrri öld, Astrid Margrét Magnúsdóttir (2002) ritar um mat á kennslu í upplýsingalæsi á háskólastigi og þær Ásdís H. Hafstað og Stefanía Arnórsdóttir (2003) fjalla um upplýsingalæsi og kennarahlutverk bóka- safnsfræðingsins. Árið 2005 fjallar Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir um upplýsingalæsi og upplýsingaleitarhegðun fjarnema í erindi á ráðstefnunni Rannsóknir í félagsvísindum 6. Þá má nefna bók Sveins Ólafssonar Upplýsingaleikni frá árinu 2002 þar sem meðal annars er fjallað um skilgreiningar á hugtakinu. Meginumfjöllun Sveins er hins vegar helguð upplýsingaleit en færni í að finna upplýsingar er einmitt einn af hornsteinum upplýsingalæsis. Einnig má nefna vefina Netheimildir frá 2003 sem Inga Hrund Gunnarsdóttir, Katrín Baldursdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir eru höfundar að og fjallar um gæðamat upplýsinga á Netinu og Kennsluvef í upplýsingalæsi sem opnaður var árið 2004 og fimm bókasafns- og upplýsingafræðingar í framhaldsskólum standa að (Ásdís H. Hafstað, Bára Stefánsdóttir, Nanna Lind Svavarsdóttir, Þórdís T. Þórarinsdóttir og Þórunn Snorradóttir). Þar er meðal annars fjallað um bókasöfn, gagnasöfn, heimildavinnu og ritgerðasmíð, Netið sem heimild, trúverðugleika heimilda, höfundarétt og siðfræði sem og upplýsingalæsi. Menntamálaráðuneytið styrkti gerð þessara vefja. Í upplýsingastefnu Ríkisstjórnar Íslands og ráðuneyta kemur hugtakið upplýsingalæsi fyrst fram í stefnu mennta- málaráðuneytisins (2005) um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005-2008 sem sett var fram í ritinu Áræði með ábyrgð en þar kemur hugtakið fyrir á nokkrum stöðum. Í Upplýsingar fyrir alla, stefnuriti Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða (2007), segir á bls. 17 að stefna skuli „að því að bókasöfn á öllum skólastigum, frá grunnskóla upp í háskóla gegni lykilhlutverki í kennslu upplýsingalæsis“. Að lokum má nefna að Háskólinn á Akureyri stóð haustið 2004 fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um upplýsingalæsi: Creating Knowledge III. Mikið hefur hins vegar verið ritað og rætt um hugtakið upplýsingalæsi í öðrum löndum og um mikilvægi færni í upplýsingalæsi í nútímasamfélagi en samkvæmt Pragyfir- lýsingunni um eflingu upplýsingalæsis í samfélaginu frá árinu 2003 ætti upplýsingalæsi „að vera órofa hluti af menntun“. Hvað er upplýsingalæsi? Almennt er viðurkennt að hugtakið upplýsingalæsi hafi fyrst Upplýsingalæsi – Gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu Greinin er byggð á fyrirlestri sem höfundur hélt 24. október 2008 á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn og birtur var í ráðstefnuritinu Rannsóknir í félagsvísindum IX (2008)

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.