Bókasafnið


Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.09.2009, Blaðsíða 30
30 Tilurð Gagnavarslan var stofnuð af Brynju Guðmundsdóttur við- skiptafræðingi í nóvember 2007. Algengt er að upplýsinga mál heyri undir fjármálasvið í fyrirtækjum og hafði Brynja gegnum störf sín sem stjórnandi og framkvæmdastjóri fjármálasviðs fengið góða innsýn inn í stjórnun skjala- og upplýsingamála. Það vakti áhuga hennar hvað mörgu var ábótavant á þessu sviði og litla sem enga ráðgjöf að fá. Þannig fæddist hugmyndin að stofnun fyrirtækis þar sem alhliða þjónusta er veitt í stjórnun og vörslu skjala og muna. Á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum hófst starfsemin í leiguhúsnæði. Nú einungis einu og hálfu ári seinna er Gagnavarslan hins vegar búin að kaupa eigið húsnæði 4.500 fm að stærð á sama stað auk skrifstofuhúsnæðis í Hafnarfirði. Starfsmenn eru orðnir rúmlega 30 talsins og viðskiptavinahópurinn, sem samanstendur af einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum, stækkar óðum. Starfsemin - þjónusta Starfsemi Gagnavörslunnar (GV) er mjög verkefnadrifin og skiptist í nokkur meginsvið: ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun,• hugbúnaðar- og þróunarsvið,• varsla skjala, muna og menningarminja og • skönnun og skráning.• Þessi svið vinna náið saman allt eftir verkefnum hverju sinni. Unnið er samkvæmt svokallaðri Agile (Scrum) verkefnastjórnun en þar skipuleggur hver hópur vinnu sína í þriggja vikna sprettum. Síðan er daglega farið yfir stöðu verkefna og skoðað hvað er framundan. Þessi aðferðafræði hefur gefist mjög vel og er skilvirk fyrir viðskiptavininn því þá er alveg ljóst hvaða verkþætti á að vinna og hvernig staða verkefnis er hverju sinni. Ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun Í þessu teymi vinna saman bókasafns- og upplýsingafræðingar, sérfræðingar í verkefnastjórnun og viðskiptafræðingar en einnig er leitað til annarra sérfræðinga innan Gagnavörslunnar allt eftir eðli verkefna hverju sinni. Teymið veitir alhliða ráðgjöf í skjala- og upplýsingastjórnun, í stórum sem smáum verkefnum. Unnið er samkvæmt skjalastjórnunarstaðlinum ISO 15489 og lögum Þjóðskjalasafns Íslands og þeirra reglum ef um opinberar stofnanir er að ræða auk stjórn- sýslu- og upplýsingalaga. Í megindráttum er boðið upp á eftirfarandi þjónustu; skjalaúttekt, gerð skjalaáætl unar (skjalaflokkunarkerfi og geymslu- og grisjunaráætlun), mat á núverandi upplýsingakerfum, innleiðing skjalastjórnunar- kerfis, eftirfylgni og úttekt á notkun, skipulag um meðhöndlun eldri gagna (bæði rafræn og á pappír), skipulag og uppsetning bókasafns og að lokum taka ráðgjafar að sér að vera skjalastjóri fyrir viðskiptavini. Þörf hvers fyrirtækis/stofnunar fyrir aðstoð er mjög mismunandi. Í sumum tilfellum er engin skjalastjórnun fyrir hendi og þá þarf að fara í gegnum allt ferlið. Aðrir þurfa einungis að endurskoða skjalaflokkunarkerfið en mælt er með því að það sé endurskoðað á 5 ára fresti. Enn önnur hafa lent í vandræðum með innleiðingu skjalastjórnunarkerfis en nokkuð er um skort á skilgreiningu og frágang á öllum undirliggjandi listum sem þurfa að vera fyrir hendi þegar starfsmenn byrja að setja inn skjölin sín. Einnig er algengt að ekki sé til skjalastefna þar sem skilgreint er hver ber ábyrgð á skjalamálum viðkomandi fyrirtækis/stofnunar, hvert sé markmið með skjalastjórnun o.s.frv. Verklagsreglur um m.a. skjalameðhöndlun, meðferð trúnaðarskjala, hvað þarf að fara í öryggisvistun og loks leiðbeiningar. Þekkingarfyrirtækið Gagnavarslan ehf. Gunnhildur Manfreðsdóttir.

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.