Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 44

Bókasafnið - 01.09.2009, Qupperneq 44
44 Bækur og lÍf Karel Capek var einn af öndvegis rithöfundum Tékka. Tveimur árum fyrir dauða sinn 1936 skrifaði hann bókina Salamöndrustríðið (Inwazja jaszezurow), mikla ólíkindasögu og ádeilurit í anda Wells, Orwells og Vonneguts. Bókin kom út hjá Máli og menningu í íslenskri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum árið 1946 og rataði löngu síðar fyrir mín augu og festist í minni eins og sumar bækur gera. Fyrir stuttu rakst ég á aðra góða bók, sú er eftir pólska Nóbelsverðlaunahöfundinn og ljóðskáldið Wislöwu Szymborsku. Heitir hún Brevidläsning í sænskri þýðingu (Anders Bodegård, 1997) og er samsafn smágreina eða bókagagnrýni um aðskiljanlegar bækur frá ýmsum tímum. Þessar bækur gefa Szymborsku tilefni til ótrúlega skemmtilegra vangaveltna og hugarfl ugs þó sumar þeirra séu greinilega hrútleiðinlegar. Svona drjúpa bækur af bókum, kannski ekki níundu hverja nótt en vonandi jafnt og þétt um ókomna tíð. Í Brevidläsning er að fi nna kafl a um Salamöndrustríðið sem fylgir hér í lauslegri þýðingu minni. GH Hvað meinarðu - of seint? Hin fræga yfi rþyrmandi bók Capeks Salamöndrustríðið kom út árið1936 og var skrifuð sem varnarorð mót fasisma Hitlers sem óx þá mjög fi skur um hrygg. Það væri hægur vandi að líta svo á að bókin sé klassískt verk sem hafi skilað hlutverki sínu og ætti skilið að hvíla í ró á sinni hillu með öðrum ólesnum bókum. Stílfegurðin ein og óbeislað ímyndunarafl höfundar væri að vísu ærið tilefni til að taka hana fram aftur. Þannig las ég bókina sjálf fyrir áratugum síðan mér til ómældrar ánægju. Þegar ég les hana aftur nú rennur mér kallt vatn milli skinns og hörunds. Því bókin er afar langt frá því að vera úrelt. Um hvað fj allar hún? Í inngangi bókarinnar er skýrt frá því að í vík á eyju nokkurri hafa menn uppgötvað áður óþekkta skriðdýrategund. Fyrir tilviljun átta menn sig á að þessi góðlátlegu dýr eru í hæsta máta námfús, þau þrífast vel á öllum breiddargráðum og sé þeim útvegaður nægur matur og nauðsynleg verkfæri er hægt að láta þau framkvæma fj ölmörg störf í þágu mann- anna. Í lokakafl a bókarinnar er þar komið sögu að skriðdýrin hafa aukið svo mátt sinn og meginn að þau hafa fyrir löngu yfi rgefi ð strendurnar og vella nú yfi r lönd og álfur. Miðhluta bókarinnar, milli inngangs sem gefur ekkert í skyn um að hætta sé á ferðum og svo niðurlagsins þegar allt er um seinan, fyllir Capek hlálegum upplýsingum af ýmsu tagi sem gera bókina að leiftrandi í paródíu. Þar er að fi nna fréttatilkynningar, skýrslur sérfræðinga og staðtölulegar upplýsingar. Viðtöl, tillögur og ritdeilur. Áköll, yfi rlýsingar og niðurstöður. Efnt er til sívaxandi fj ölda ráðstefna og umræðuhópa á ýmsum stigum stjórnsýslunnar. Alls staðar er fj allað um skriðdýrin og allt sem þau varðar, spjótum er ýmist beint að þeim eða borið af þeim blak. Og það verður smám saman æ ljósara að ógerlegt er að komast að nokkurri sameiginlegri niðurstöðu. Upp skjóta kollinum varkárir generálar sem vilja endilega gera salamöndrunum allt til geðs. Um leið vex fj öldi þeirra sem er fj andans sama og eru búnir að fá sig fullsadda af öllu tali um þessi andskotans skriðdýr. Og auðvitað eru þeir einnig mættir á sviðið sem séð höfðu vandamálin fyrir, sárbænt og varað við. En hvernig í ósköpunum á að vera hægt að greina á milli þeirra sem mála skrattann á vegginn og spámannanna sannspáu? Heimurinn er barmafullur af óbeisluðum kröftum – og ógerlegt að vita fyrirfram hverjir þeirra mega að skaðlausu vakna og hverja má undir engum kringumstæðum vekja til lífs. Milli þeirrar stundar sem of fráleitt og fl jótt væri að gefa hættumerki og hinnar þegar allt er orðið um seinan, hlýtur að gefast augnablik, rétta augnablikið til að afstýra ógæf unni. Í óðagotinu líður það oftast hjá án þess að því sé gaumur gefi nn.Og hvaða augnablik er þetta svosem? Hvernig má greina það og grípa? Svo má spyrja og vísast er þetta ein erfi ðasta þraut sem mannkynið glímir við. Tilkynnist kæri herra Karel, háæruverði handanlífsskuggi, að enn höfum við ekkert svar. Tvær bækur Guðrún Hannesdóttir

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.