Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Page 22
Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Eggert *Ný rannsókn sem gerð var meðal 3.500 Bandaríkjamannayfir sextugu sýndi að þeir sem sögðust glíma við einmana-leika og voru einangraðir voru líklegri til að leita oftar tillæknis. Þessir einstaklingar voru þó ekki endilega veikarieða líklegri til að leggjast inn á spítala. Þykir rannsakendumþetta sýna fram á að spara megi fjármuni í heilbrigðisþjón-ustu og draga úr óþarfa heimsóknum til lækna með því að auka við félagslega þjónustu við eldra fólk í því skyni að draga úr líkum á að fólk einangrist. Einmana fóru oftar til læknis U ndrun vekur hversu margar efni- legar crossfit-konur litla Ísland hefur alið en íþróttin er afar vin- sæl um allan heim, sérstaklega í Bandaríkjunum. Endurspeglast þetta ágæt- lega í grein á heimasíðu heimsleikanna í íþróttinni frá árinu 2012 undir titlinum „The Icelandic Advantage“ þar sem segir: ,,Það er erfitt að taka ekki eftir því á listanum yf- ir efstu konurnar í Evrópu, hversu margar þeirra hafa eftirnöfn sem enda á „dóttir“. Í annarri frétt á sömu síðu frá árinu 2014 segir einnig: „Ísland, sem er með minnsta mannfjölda Evrópu eða rétt yfir 300.000 íbúa, hefur alið af sér margt af besta cross- fit-afreksfólki í heiminum.“ Þær Ragnheiður Sara, Katrín Tanja, Þur- íður Erla og Hjördís Ósk rata oft á lista yf- ir bestu crossfit-konur heims en þær eru nú á leið á Evrópuleikana í íþróttinni. SunnudagsMogginn hitti þessar efnilegu stúlkur sem eru á aldrinum 21-30 ára og tók við þær létt spjall um æfingar, vænt- ingar þeirra og markmið í íþróttinni. Hvenær byrjuðuð þið að stunda crossfit? Katrín Tanja: „Ég byrjaði sumarið 2011. og ég hafði ekkert betra að gera.“ Hún byrjaði svo í boot camp og fór þaðan yfir í crossfit. Stúlkurnar æfa allar mjög mikið, ýmist tvisvar eða þrisvar á dag. Katrín Tanja og Hjördís taka almennt eina lyftingaæfingu og eina þolæfingu á dag, synda og hlaupa að minnsta kosti vikulega. Auk þess sinnir Hjördís hestamennsku. Ragnheiður Sara æf- ir þrisvar á dag en þriðja æfingin er tækni- eða fimleikaæfing. „Ég tek fimleika að minnsta kosti þrisvar í viku þar sem þar eru mínir veikleikar. Auk þess syndi ég á hvíldardögum,“ segir hún. Þuríður æfir ým- ist einu sinni eða tvisvar á dag og á hvíld- ardögum syndir hún eða fer foam flex-tíma. Allt snýst um skipulag Stelpurnar sinna einnig þjálfun, þegar þær eru ekki að æfa. Ragnheiður Sara er yf- irþjálfari Crossfit Suðurnes, Hjördís er yf- irþjálfari Crossfit-stöðvarinnar, Katrín Tanja kennir í Crossfit Reykjavík og Þuríður í Crossfit Sport. Eyða þær því lunganum úr deginum inni í æfingasalnum. Hafið þið tíma fyrir eitthvað annað? þó átt í erfiðleikum með það lengi, vegna hnjámeiðsla. Mamma og systir mín byrjuðu í crossfit á undan mér, ég elti þær og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Stúlkurnar eru flestar með bakgrunn í öðrum íþróttum. Þrjár þeirra nefna fimleika, frjálsar íþróttir, fótbolta, sund og lyftingar. Ragnheiður Sara hefur aðra sögu að segja: „Ég prófaði fjölmargar íþróttir sem krakki og entist aldrei lengur en tvo mánuði í einu. Ég var lengst í sundi, eða eitt og hálft ár. Mér fundust flestar íþróttir veru- lega leiðinlegar en var nokkuð öflug í öllu. Svo byrjaði ég í ræktinni þegar ég var 17 ára því besta vinkona mín eignaðist kærasta Þá var ég nýhætt í fimleikum og hafði verið í frjálsum íþróttum. Mig vantaði íþrótt sem fæli í sér áskorun og ég gæti keppt í. Ég hef alltaf haft mikið keppnisskap.“ Hún ákvað fljótlega komast á Evrópuleikana í crossfit, sem hún gerði og gott betur en hún keppti á heimsleikunum árið 2012, þá 19 ára gömul. Hjördís: „Ég byrjaði 2010 eftir að hafa verið í Boot Camp. Ég prófaði crossfit og hef ekki getað hætt síðan.“ Ragnheiður Sara: „Ég keppti árið 2012 á crossfit-leikunum sem er hluti af Þrekmóta- röðinni, löngu áður en ég vissi hvað crossfit væri. Ég lenti í öðru sæti, á eftir Katrínu. Þá bauð Danni, þjálfari hjá Crossfit- stöðinni, mér að taka þátt í Open, forkeppni fyrir heimsleikana. Ég vissi varla hvað það væri en ákvað að taka þátt og úlnliðsbrotn- aði í miðri keppni. Ég þurfti því að bíða í tæpt ár með að byrja í crossfit á fullu. Ég tók Level 1 þjálfararéttindi í febrúar 2013 og fór þá að stunda crossfit á hverjum degi.“ Þuríður: „Ég byrjaði árið 2010, eftir að hafa verið að æfa frjálsar íþróttir. Ég hafði Hjördís Ósk, Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Þuríður Erla eru á heimsmælikvarða í Crossfit. Morgunblaðið/Eggert ÍSLENSKAR CROSSFIT-KONUR Ekki hræddar við að vera sterkar ÍSLENSKAR STELPUR OG KONUR ERU MEÐ YFIRHÖNDINA Í CROSSFIT-HEIMUM. RAGNHEIÐUR SARA SIGMUNDSDÓTTIR, KATRÍN TANJA DAVÍÐSDÓTTIR, ÞURÍÐUR ERLA HELGADÓTTIR OG HJÖRDÍS ÓSK ÓSKARSDÓTTIR ERU OFARLEGA Á LISTA YFIR BESTU CROSSFIT- KONUR HEIMS. ÞÆR EIGA ALLAR GLÆSILEGA KEPPNISREYNSLU AÐ BAKI EN ERU HVERGI NÆRRI HÆTTAR AÐ SIGRA SIG OG AÐRA. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is * Íslenskar stelpur eru ekki hræddar við að vera sterkar. Allt of margar stelpur vilja ekki lyfta og vilja ekki vera með vöðva. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.