Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.04.2015, Síða 51
segja um sköpunina og færð alla athyglina. Þetta var kannski ekki neitt glamúrlíf, en við gerðum það nokkuð gott. Við ferðuðumst mest um Bretland en einnig um Bandaríkin og gistum á hótelum með stórstjörnum, ég var með rótara sem sá um að halda aðdáend- um í skefjum. Það hljómar kannski eins og amerísk klisja, en fyrir mér var ferlið við að semja kántrílög eins og sálfræðimeðferð. Ég hafði farið í gegnum nokkra dramatíska skilnaði við kærasta og hvert einasta lag og texti sem ég samdi var uppgjör við þá fortíð. Mjög hreinsandi fyrir sálina að skrifa tilfinningar sínar í söngtexta.Við erum að velta fyrir okk- ur að koma saman aftur á næsta ári. Ég fæ skemmtilegar martraðir um það reglulega.“ Í helgum steini í minnst spennandi borg Englands „Við ákváðum árið 1998 að slíta hljómsveit- inni og ég hóf næsta kafla lífs míns. Ég hafði kynnst manni sem var bankastjóri í Doncas- ter og flutti þangað. Fólk spurði mig hvernig ég gæti sest að í minnst spennandi borg Englands, en ég var tilbúinn að slaka á og lifa afslöppuðu lífi eins og foreldrar mínir. Ég var eiginmaður bankastjóra og eróbikk- þjálfari í hlutastarfi, horfði á sápuóperur og slakaði á. Settist nánast í helgan stein. Þetta var alveg það sem ég þurfti eftir fimmtán ár í skemmtanabransanum. Ég var ástfanginn, tuttugu og átta ára og þráði venjulegt líf. Þarna kynntist ég bestu vinkonu minni, Feli- city Merryman. Ég var varaður við henni í líkamsræktarstöðinni. Hún var íhaldskona, fyrrverandi skólastjóri, mikil vöxtum og allt samstarfsfólk mitt óttaðist hana. Okkur tókst að verða miklir vinir og hún hvatti mig til að fara að syngja á ný. Hún trúði á mig. Hún lést fyrir tveimur árum, en ég finn enn fyrir henni og hugsa til hennar daglega. Fyrstu tvö ástarsamböndin mín entust í þrjú ár. Eftir þrjú ár kemur oft rof í sam- bönd samkynhneigðra og ég lenti í því tvisv- ar að kærastar færu frá mér á þeim tíma- punkti. 2001 kynntist bankastjórinn nýjum manni og fór frá mér. Ég flutti aftur til New- castle og fór aftur að daðra við leikhúsið. Ég fór að kenna söngleikjaframkomu í New- castle college og keypti mér hús. Mér fannst frábært að kenna, krakkar með ýmiskonar bakgrunn sem detta inn í þennan frábæra heim sem söngleikirnir eru.“ Billy bankar á dyrnar Árið 2005 leitaði samkennari Lees til hans. Hann var á leið í prufu fyrir nýjan söngleik á West End, byggðan á sögunni um Billy El- liot. „Ég þjálfaði hann í klukkutíma fyrir áheyrnarprufu, en í lokin spurði hann mig hvort ég vildi ekki fara í prufu líka. Daginn eftir hringdi ég í „casting directorinn“ sem spurði mig hvar ég hefði haldið mig síðustu ár og hvort ég gæti verið kominn til London daginn eftir. Ég mætti í prufur og var ráðinn í sýninguna. Leikstjóri og danshöfundur sýn- ingarinnar höfðu mikið samstarf við leikhóp- Morgunblaðið/Kristinn 12.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Lee Proud fangar hugmyndir að dönsum með því að taka þær upp á myndbönd. Spurður um vinnuaðferðir segir Proud að hann sé stöðugt að hugsa um bestu leið- irnar til að túlka tilfinningar persóna með dansi. Hugmyndirnar koma á ýmsum stöð- um og ekki alltaf í leikhúsinu. „Ég hef alltaf nálægan iPad sem ég nota til að taka upp myndbönd af hugmyndum að dönsum. Oft koma góðar hugmyndir í svefnrofunum og þá rýk ég fram úr og dansa fyrir framan iPadinn og tek upp hreyfingarnar. Á með- an ég var að vinna Mary Poppins var ég svo óheppinn að týna iPadinum mínum, sem var ólæstur. Þannig að ef þið finnið einhvers staðar á netinu myndbönd af nöktum miðaldra manni að dansa á hót- elherbergi – þá gæti það verið ég!“ Dansar nakinn á hótelherbergjum 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.