Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 6
Stjórn Öryrkjabandalags íslands
Frá vinstri: Andrés Gestsson, frá Blindrafélaginu. Einar Eysteinsson, frá Blindravinafélaginu. Sveinbjörn Finnsson,
varaform., frá Styrktarfélagi lamaSra og fatlaOra. Oddur Ólafsson, form., frá SlBS. Sigriður Ingimarsdóttir, ritari,
frá Styrklarfél. vangefinna. Zóphónías Benediklsson, gjaldkeri, frá Sjálfsbjörg, landsambandi fatlaðra. GuOmundur
Löve, framkvœmdastjóri bandalagsins.
Stoínun
•• *
Oryrkjabandalags lslands
Öryrkjafélögin hafa sameiginlegt mark-
mið, þ. e. að vinna að hagsmunamálum skjól-
stæðinga sinna, vekja athygli og áhuga ráða-
manna fyrir vandamálum þeirra og stuðla
eftir megni að því, að öryrkjarnir búi við
fjárhagslega og félagslega mannsæmandi
kjör. Vegna þess hve margt öryrkjafélögin
eiga sameiginlegt, hefur það lengi verið
áhugamál þeirra að mynda bandalag, þann-
ig, að þau gætu betur notið hvert annars
reynslu og lagt megin áherzlu á þau verk-
efni, er væru mest aðkallandi í hvert sinn.
Upphaf að samstarfi öryrkjafélaganna hófst
í nóvembermánuði 1959, er kosin var 6
4
manna nefnd þriggja öryrkjafélaga að frum-
kvæði Sjálfsbjargar-landssambands fatlaðra.
Nefnd þessi tók þegar að vinna að ýms-
um aðkallandi vandamálum, samvinna var
ágæt og árangur sömuleiðis. Vegna reynslu
er fékkst við samstarf þessara þriggja fé-
laga, ákvað nefndin að hefja undirbúning
að stofnun bandalags öryrkjafélaganna og
kaus 3ja manna nefnd, er annast skyldi
undirbúning. í nefndinni áttu sæti Oddur
Ólafsson læknir (SÍBS), Haukur Kristjáns-
son læknir (Sjálfsbjörg) og Elísabet Krist-
insdóttir (Blindrafélagið). í ársbyrjun 1961
skilaði nefndin áliti, taldi heppilegast að öll
Reykjalundur