Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 22
Að sjálfsögðu eru þeir með sinn fjársöfn-
unardag, en hjá finnskum eru þeir 2 á ári,
í desember og í apríl. Þá gefa þeir út mán-
aðarrit með hagnaði, en meir en helmingur
tekna finnska sambandsins kemur frá því
opinbera, ríkinu aðallega og lítilsháttar frá
sveitarfélögunum.
Ég hef orðið nokkuð margorður um starf-
semi finnska bræðrasambandsins en þó að-
eins stiklað á því stærsta í þeim efnum, og
því sem mesta athygli vakti hjá mér til sam-
anburðar á starfi okkar hér og aðstöðu til
að framkvæma óskir og þarfir berklasjúkl-
inga.
Á stjórnarfundi Norræna berklavarna-
sambandanna var aðallega rætt um aðild
að hinu nýstofnaða Alþjóðasambandi berkla-
varnasamtaka, og ýmsum lagabreytingum,
aðal'lega vegna rýmkunar einstakra sam-
banda með tilliti til aðildar fleiri öryrkja að
samtökunum en berklasjúklinga.
Má í því sambandi minna á rýmkun þá er
samþykkt var á síðasta þingi S.I.B.S. um
aðild brjóstholssjúklinga að deildum sam-
bandsins.
Segja má að fundarefni stjórnarinnar séu
ekki eingöngu félags- og skipulagsmál, held-
ur einnig kynnisferðir gestanna á starfsemi
heimasambandsins og því sem gert er í mál1-
um berklasjúklinga og öryrkja almennt í
landi því, sem fundirnir eru haldnir.
I sambandi við fundinn var skoðað safn,
sem kalla mætti „Slysavarnasafn“, þótt safn
þetta sé einnig að einum þræði safn muna
og fræða um heilsuvernd.
Hefur safnið til umráða 4 hæða hús í
miðbæ Helsingforsborgar, með alls rúmlega
1000 ferm. gólffleti. Safn þetta varð 50 ára
gamalt á s. 1. ári.
Eru þarna sérstakar véladeildir með sýn-
ishornum úr flestum iðngreinum Finna. Er
þar sýnt hvað helzt beri að varast og hvernig
það skuli gert, til að koma í veg fyrir slys.
Þá er sérstök deild félagsmála, og hvað
gert er af hálfu þess opinbera til aðstoðar
þeim er slasast eða veikjast.
Skemmtilega athygli vakti barnakarfan
með öllum sængurfötum og öðru sem talið
er að nýfætt barn þarfnist. Er hverri barns-
Kjartan GuÖnason afhendir I. Tammisto hamarinn
móður afhent slík uppbúin karfa, er hún
fæðir barn sitt.
Gengst safn þetta einnig fyrir ferðasýn-
ingum um landið, og kynnir nýjustu slysa-
og heilsuvarnir.
Er safnið mjög vel sótt af heimamönnum
og erlendum gestum, er kynnast vilja sér-
staklega þeim þætti í félagsmálum Finna,
sem safnið fjallar um.
Reynt er að gefa sem flestum börnum á
skólaskyldualdri kost á að koma að minnsta
kosti einu sinni á skólagöngu sinni í safnið,
til að fá fræðslu um þá starfsemi, sem þar
er sýnd.
Á safninu er nokkuð stór fundarsalur, þar
sem fræðsluerindi um slysavarnir eru flutt
eða sýndar eru kvikmyndir sem safnið hefur
látið taka.
20
Reykjalundur