Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 41
mörg vandamál. Mælska hans og Ijúf kímni
brá birtu á hvern fund sem hann sat. Hin
sárasta sjúkdómsþraut gat ekki slökkt hans
glaða bros né deyft hans létta og skýra mál-
far. Makalaust hve sumum mönnum er gef-
inn mikill sálarstyrkur.
Og þá er eftir að kveðja, kveðja kæran
samstarfsmann og trúan vin, hinn glaða og
reifa, gáfaða og góða dreng, Árna Guðmunds-
son úr Eyjum, og þakka honum ljúfar sam-
verustundir, sem í minningu lýsa sem sól á
vori. Þakka fyrir söng S.Í.B.S., sem hann
orti, altekinn af banvænum sjúkdómi, og gaf
sínu félagi til minningar um sig.
Ekkju Árna Guðmundssonar, þeirri þrótt-
miklu og ágætu konu, Ásu Torfadóttur og
börnum þeirra, eru sendar bróðurlegar sam-
úðarkveðjur. Þórður Benediktsson.
Jóhann Þ. Jósefsson.
F. 17. júní 1886. — D. 15. maí 1961.
Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrverandi ráðherra
og alþingismaður, andaðist í sjúkrahúsi í
Hamborg 15. maí þessa árs.
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 17.
júní 1886. Föður sinn missti hann við slys-
farir, þá er hann var á fyrsta aldursári. Hann
ólst upp við þröngan kost og vinnu, svo sem
kraftar leyfðu. Menntunar naut hann ekki í
Reykjalundur
æsku, annarrar en þeirrar, er barnaskóli
hafði á boðstólum í þann tíma.
Ekki leið á löngu þar til kunnugir þóttust
sjá uppvaxandi efni í atgjörvismann, þar sem
unglingurinn Jóhann fór og reyndist það eng-
in missýning. Hann ruddi sér veg til velmeg-
unar og forráða í atvinnu- og stjórnmálalífi
þjóðarinnar, svo frásagnarvert mun talið í
annálum íslendinga.
Þótt enginn þættist sjá að Jóhanni félli
verk úr hendi, gat hann þó aflað sér svo víð-
tækrar menntunar, að fágætt má teljast. —
Verður það löngum torráðin gáta hversu hon-
um gat unnizt tími til að vinna slíkt afrek
í hjáverkum og á þeim stundum, sem flest-
um mönnum er lífsnauðsyn að eiga til svefns
og hvíldar.
Ungur að árum gerðist hann gildur útvegs-
bóndi og kaupmaður í Eyjum. Kjörinn var
hann í fyrstu bæjarstjórn Vestmannaeyja,
um skeið forseti hennar og hélt því sæti
meðan hann hafði tök á sökum annarra mikil-
vægra starfa í Reykjavík. Alþingismaður
Vestmannaeyjakaupstaðar var hann frá ár-
inu 1923 til 1959, samfellt í 37 ár. Formaður
í því athafnasama Nýbyggingaráði 1944 og
alla tíð meðan það var við lýði. Fjármála- og
útvegsmálaráðherra skipaður 1947. Ekki er
viðlit að rekja starfssögu þessa mikilhæfa
manns, til nokkrar hlítar, í þessu litla tíma-
riti, enda saga hans víða skráð og nákvæm-
lega annars staðar.
Hins er eftir að geta, hvernig hann reynd-
ist samtökum okkar berklasjúklinga alla tíð
frá því þau voru ung og lítils megandi og
að margra dómi lítt til stórræða fallin. Hann
kynnti sér þegar í upphafi markmið félags-
ins og var hrifinn af. Sérstaklega féll hon-
um í geð bjartsýni og sjálfsbjargarviðleitni,
sem einkenndi stefnuskrána. „Að styðja til
sjálfsbjargar, það er lausnarorðið," sagði
maðurinn, sem hafizt hafði úr fátækt og um-
komuleysi, til mikilla mannvirðinga, fyrir
ötula sjálfsbjargarviðleitni og gáfur. Hitt
skildi hann mætavel, að styðja þarf sjúka
tii sjálfsbjargar, og það gerði hann. Hann
tók þegar ástfóstri við samband okkar, gaf
því rausnargjafir og hollráð. Fylgdist með
framgangi allra þess mála af miklum áhuga.
39