Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 20
Skálholt: Kirlija og ibúöarhús i smiOum.
ísleifsson kaus hann sér til eftirmanns, fóii
hann til Noregs til vígslu, nauðugur þó. Enr
er hann kom utanlands, var þá svo á tekið,l
að lítið mundi mannval vera á landinu, því
að þeim erlendu klerkum sýndist hann
ósendilegur til slíkrar tignar. En hann svar-
aði sjálfur, að eigi kæmi það til þess, og
kvað það mest valda, að hann hefði meir
leynt annmörkum fyrir mönnum en guði.
Og af þessum svörum þóttust menn vita, að
hann mundi vel til fallinn vera slíkrar
tignar. Segir svo í Hungurvöku, að hann hélt
hinu sanna lítillæti í biskupsdómi sínum, sem
hann hafði áður haft, og alla lét hann sína
mannkosti í vöxt fara, en engan þverra,
meðan hann lifði. En drengir heita góðir
menn og batnandi.
Skyldi hann vera þess vís, að á moldum
hans situr kerling ein, mótmælendatrúar og
þó blendin í gömlum sið og nýjum, hver
hefur stundum í kyrrþei nefnt hann sér til
heilla?
En nú er fólkið að tínast í bifreiðirnar
og mér er ekki lengur til setu boðið. Ég
kveð vini mína í skyndi og hvísla að skiln-
aði til' Þorláks hins góða:
„Ég nefni þig, þegar mér liggur á“.
Verðlaurwgetraun
barnanna
Hér koma tíu spurningar — og svörin við þeim
er öll að finna í þessu riti. Hefjist nú handa,
börnin góð. Skrifið svörin í réttri röð og sendið
skrifstofu S. í. 15. S., Bræðraborgarstíg 9, fyrir
20. nóv. n. k. — Merkið umslagið: „Barnaget-
raun". — Þrenn 150 kr. verðlaun verða veitt.
1. Hvaða félög ntynda Öryrkjabandalag ís-
lands?
2. Hver hefur ort sléttubandavísuna í þessu
blaði?
3. Hvað er I. A. S.?
4. Frá hverju er sagt fyrst í annál ársins
1960 hér f blaðinu?
i 5. Hvar var seinasta þing Berklavarnasatn-
bands Norðurlanda haldið?
: 6. Hvar var Halldór Pétursson í sveit á
j sumrin?
i 7. Hvar háði meistari Brynjólfur sína
Jakobsglímu, að því er Helga frá Hóla-
baki segir í grein sinni?
8. Hver vissi að strákurinn á grindverkinu
var saklaus?
9. Hvar er Múlalundur?
10. Hver var fyrsta yfirhjúkrunarkona á
Reykjalundi?
18
Reyk.jalu.ndur