Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 23
í
Stjórn DNTC d jundi i Helsingjors.
Skoðuðum við safnið allítarlega undir leið-
sögn frú Maiju Björklund forstöðukonu þess.
Safnið er að einu leyti frábrugðið öðrum
söfnum, sem ég hef farið um, þar eð gestir
þessa safns skoða það ávallt undir leiðsögn
einhvers starfsmanns, sem leitast við að sýna
það sem ýtarlegast er gesturinn eða gestirn-
ir hafa sérstakan áhuga á.
Kom þetta sér einkar vel fyrir þann hóp,
sem við vorum í, þar sem það voru störf og
áhugamál allra að kynnast sérstaklega
finnskum berklavörnum og hvað yfirleitt er
gert fyrir þá sem verða öryrkjar af slysum
eða vegna veikinda.
Annan dag heimsóttum við prófunar- eða
hæfnileitarstöð fyrir öryrkja. Eru öryrkjar
sendir til bessarar stöðvar, þar sem þeir
dvelja í allt að 3 vikur. Taka þar á móti
þeim læknar, sálfræðingar og aðrir sérfræð-
ingar, er leitast við að komast að orsök ör-
orkunnar, ef hún er ekki þekkt, og svo að
Reykjalundur
leitast við að finna til hvaða starfs öryrkinn
kynni að vera hæfur eftir rétta þjálfun eða
skólagöngu.
Sjúkrarúm eru þarna fyrir um 50 sjúkl-
inga, en starfsfólkið er alls um 160 manns og
eru þá taldir með sérfræðingar, sem eru
starfandi að einhverju leyti við leitarstöðina,
þótt aðalstarfið kunni að vera við sjúkrahús
eða aðrar stofnanir.
Auk þeirra, sem þarna eru lagðir inn til
rannsóknar, er stór hópur sem leitar ráða
hjá stöðinni vegna sjálfra sín eða vanda-
manna.
Var okkur sýnd kvikmynd þarna, sem í
stórum dráttum sýnir hvernig leitarstöð, sem
þessi, starfar, og langar mig að endursegja
þá sögu, er myndin fjallaði um.
Ungur piltur í sveitaþorpi norðarlega í
Finnlandi á erfitt með að finna starf við sitt
hæfi. Að vísu var ekki um mikla fjölbreytni
í störfum að ræða, en það var sama hvað
21