Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 36
— Hver heldurðu að ástæðan sé fyrir því
að hestarnir heilla þig svona?
— Hestarnir eru fallega skapaðar verur
og skemmtilegir í viðkynningu. Eg var allt-
af í sveit á sumrin frá því ég var tíu ára
gamall þar til ég varð stúdent, hjá föður-
systur minni vestur á Snæfellsnesi. Svo
var alltaf mikið af hestum í Landakoti,
þegar ég var að alast upp og átti heima við
Túngötuna. Ég man sérstaklega eftir einum,
hann hét Fix og var jarpur að lit. Við vor-
um miklir vinir og ég gaf honum brauð á
hverjum degi, ég átti rauða húfu og hann
þekkti mig á henni langt að og kom alltaf
á móti mér þegar hann sá mig. Pabbi átti
Myndirnar á þessari siðu sýna tvo heiðursmenn sem
vakið hafa athygli Halldórs á götum Reykjavikur. —
Allir eldri Reykvikingar munu þekkja manninn hér
til htegri, en hinn þekkja fremur hinir yngri.
líka hesta, svo að ég hef haft talsverð kynni
af hestum.
— Hvað teiknar þú svo helzt?
— Ég teikna mest í bækur og blöð, en
ekki svo mikið auglýsingar. Það getur ver-
ið mikil vinna að myndskreyta eina bók.
Fyrst verður að lesa bókina vel og er það
nú misjöfn ánægja.
— Vafalaust ertu kunnastur fyrir skop-
teikningar þínar og þá helzt úr Speglinum.
— Já, ég hef teiknað í Spegilinn frá því
ég kom frá Bandaríkjunum. Flestar manna-
myndirnar teikna ég eftir ljósmyndum, en
það er í rauninni ekkert vit í því — marg-
ar myndirnar eru gamlar og maður veit
ekkert hvernig mennirnir hafa breytzt síð-
an, kannski komnir með skegg eða orðnir
sköllóttir. Stærstu pólitíkusana þekki ég
orðið út og inn, get teiknað þá blindandi.
34
Reykjalundur