Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 28

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 28
FYRIR YNGSTU LESENDURNA: ) Strákurinn á grindverkinú 1) Einu sinni fyrir langa löngu var garður og kringum garðinn var grindverk. Ósköp venjulegt grind- verk úr tré eins og öll önnur trégrindverk. Haust eitt átti lítill drengur leið fram hjá þessu grindverki. Og litii drengurinn teiknaði annan lítinn dreng á grindverkið. Svona fór hann að því að teikna hann: Fyrst gerði hann höfuðið, hnöttótt eins og bolti. Síðan eyrun, eins og eyru á potti. Tveir punktar voru augun. Næst teiknaði hann hárið — og munn sem var alveg eins og munnur á að vera. Nefið var ekki al- veg eins og virkilegt nef, en hann setti það þó á sinn stað á andlitinu. Næst teiknaði hann hálsinn og síðan skrokkinn. Skrokkurinn var eins og stór plóma eða lítil melóna, hvort sem þú vilt nú heldur kalla það. Það var enginn vandi að búa til handleggina. Bara strik báðum megin út úr stóru plómunni, eða litlu melón- unni. Og sem fætur gerði hann bara tvö önnur strik. Sæll og ánægður gekk hann leiðar sinnar. 2) En annar drengur kom sömu leið. Þegar hann sá strákinn á grindverkinu, sagði hann við sjálfan sig: „Hann er bara góður, verst að hann skuli ekki eiga neinar buxur.“ Og hinn brjóstgóði drengur teiknaði buxur á strák- inn á grindverkinu. Síðan hélt hann einnig áfram ferð sinni. 3) Stuttu seinna kom lítil stúlka þar að. Hún sá einnig litla strákinn á grindverkinu og sagði við sjálfa sig: „Hann er ekki sem verstur. Hann á meira að segja buxur. Nú vantar hann bara skyrtu og skó." Og litla stúlkan teiknaði á hann skyrtu og skó. Skórn- ir voru reyndar eins og rosabulllur, en þeir fóru strákn- um á grindverkinu skínandi vel. Litla stúlkan var orðin sein fyrir, svo að hún flýtti sér heim. 4) Nú kom önnur lítil stúlka þar að. Hún skoðaði litla strákinn á grindverkinu og sagði svo: 26 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.