Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 26
Oddný Guðmundsdóttir:
Ljóð
Bærinn okkar
Það var kreppa, það var kreppa,
þurrabragð að fátœktinni,
ekkert mið, að engu að keþpa,
allsleysi i veröldinni.
Gleðin kom og gisti bœinn.
Gamlar, snáðar spariflikur
sveifluðust úti i sunnanblæinn.
Svona er að vera ekki rikur.
Á pakkhúslofti dansinn dundi.
Dragsúgur um bekkjaraðir!
Kalt var i þeim Edenslundi.
En oft fóru menn trúlofaðir.
Það er gull og það er gróði,
þurradramb i velgengninni.
Hvilik ólga i auraflóði
var ekki til i þjóðarminni.
Gnœfir yfir gamla hjalla
gildaskálinn hái, bjarti.
Hringsnýst þar um hála palla
hávœr sveit i veizluskarti.
í nánd við þetta, norðanmegin,
nú er að risa hús af grunni,
tugthús, efst við aðalveginn.
— En það skrið á menningunni!
Draumur nirfilsins
Eitthvað kvikt i leyni lá,
lœddist að mér beygur.
Þá sé ég mann, sem miðar Ijá,
og mœlti: Þú ert feigur.
Er ég feigur, maður minn?
Þá mun ég láta biða
að borga Láfa lambhrútinn.
Láttu höggið riða.
Fjallkonan raular við rokkinn sinn
Man ég enn, hvað sagan segir
af sonum tveim i föðurhúsum,
stórorðum og framafúsum,
sem fóru að heiman mannalegir.
Erfið ganga úti i löndum
og allt, sem krafðist slyngra ráða,
lagðist þungt á litla snáða.
Þeir lentu vist i tröllahöndum.
Sá yngsti sat við öskubinginn.
Af honum gerist mikil saga.
— Löng er biðin, daufir dagar!
Hvað dvelur unga Ijóðsnillinginn?
Grár hversdagsleikinn
Um köttinn segir sagan
hann sjái aðeins grátt,
Þótt við honum blasi Ijómandi litir:
gult, rautt, grcent og blátt.
Maraoft með hrelldum huga
ég hlýddi á þeirra mál,
sem stóðu á þambi af veraldarviti
en voru með kattarsál.
24
Reykjalundur