Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 8
Guömundur Löve,
jramkvccmdastjóri Öryrkjabandalags tslands.
3. gr.
í bandalagið geta aðeins gengið fólagasamtök, sem
hafa það sem aðalverkefni að vinna að málefnum ör-
yrkja. Hvert félag innan bandalagsins er algjörlega
sjálfstætt um sfn innri mál. Inntökubeiðni skal senda
stjórn bandalagsins, sem sfðan leggur beiðnina fyrir
fulltrúaráð þess.
4. gr.
í lögum félaganna, sem að bandalaginu standa, skal
taka skýrt fram tilgang þeirra og hverjir njóti þar
réuinda.
Félögunum ber að senda bandalaginu skýrslu árlega
ásamt endurskoðuðum reikningum.
FuIItrúaráð getur vikið félagi úr bandalaginu gegni
það ekki þeim skyldum, er þvl ber samkvæmt lögum
og samþykktum, eða vinnur gegn hagsmunum öryrkja-
bandalagsins.
Vilji félag segja sig úr bandalaginu, skal það gjört
eigi slðar en hálfu ári áður en reikningsári þess lýkur
og úrsögnin send stjórninni.
5. gr.
Rekstur bandalagsins skal trvggður með framlagi frá
félögum bandalagsins og opinberum styrkjum. Arleg-
ar greiðslur félaganna ákvcður fulltrúaráðið. Þa-r skulu
miðaðar við brúttótekjur félaganna, þó aldrei hærri
en 1%. Greiðsla árgjaldsins er skilyrði fyrir setu I
fulltrúaráðinu.
6. gr.
Fulltrúaráð bandalagsins fer með æðstu völd. Það
er skipað 3 fulltrúum frá hverju félagi innan banda-
lagsins. Hvert félag tilnefnir einn fulltrúa sinna í
stjórn. Kosið er til tveggja ára.
7. gr.
Stjórnin sér um hag bandalagsins og annast allan
rekstur I samræmi við lög þess og samþykktir fulltrúa-
ráðsins. Allar fjárhagslegar skuldbindingar skulu sam
þykktar af stjórninni.
8. gr.
Reikningsár bandalagsins er almanaksárið.
Reikningar þess skulu endurskoðaðir af löggiltum
endurskoðendum.
9. gr.
Fulltrúaráðið heldur aðalfund I aprll ár hvert og
skal hann boðaður bréflega með minnst fimm vikna
fyrirvara. Fundarstað og tima skal tilgreina I fundar-
boði. Tillögur, sem óskað er að ræddar verði, skulu
vera skriflegar og komnar í hendur stjórnarinnar þrem
vikum fyrir fundinn. Framkomnar tillögur og
skýrsla stjórnar skulu sendar félögunum I slðasta lagi
fjórtán dögum fyrir fundinn. Á fundinum gefur
stjómin skýrslu um störf sín og leggur fram endur-
skoðaða reikninga til samþykktar.
Úr hópi stjórnarmanna kýs fulltrúaráð forseta. vara-
forseta, gjaldkera og ritara.
10. gr.
Áður en fundarstörf hefjast skulu fulltrúar leggja
fram umboð frá félagi sínu til samþykktar. Einfaldur
meirihluti ræður úrslitum mála. Lagabreytingar þurfa
þó 2/, hluta greiddra atkvæða til að hljóta samþvkki.
Stjórnarkosningar skulu vera leynilegar. Aðrar at-
kvæðagreiðslur skulu einnig vera leynilegar, ef tveir
fulltrúar óska þess.
11. gr.
Aukafund I fulltniaráði má boða telji stjómin nauð-
syn til bera og einnig ef tvö félög innan bandalags-
ins óska þess, enda tilkynni þau ákveðið umræðuefni.
Aukafundur I fulltrúaráði er löglegur, hafi hann
verið boðaður með minnst 7 sólarhringa fyrirvara.
12. gr.
Verði handalagið lagt niður skulu eignir þess not-
aðar f þágu öryrkja á fslandi samkvæmt ákvörðun
fundar slðasta fulltrúaráðs.
6
Reykjalundur