Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 19

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 19
Skálholtsstaður: kirkja Brynjúlfs Biskups. reið sína með 12 sveina til fylgdar. Trað- irnar duna undir hófum hundrað hesta. Olm- ir og aldir gæðingar til reiðar, stilltir og traustir púlshestar undir föggum. Það er sólskin og sunnanvindur. Eftir traðarkamp- inum hoppar Ragnheiður biskupsdóttir, sextán ára, léttum fótum. Sólin glitar rauð- brúna lokkana. Hún gengur við hlið Halldórs bróður síns og læzt sinna honum einum. En við hina hlið hans ríður Daði Halldórsson. í traðahliðinu stendur biskupsdóttir stund- arkorn og horfir á eftir hópnum, þar sem hann hverfur út yfir holtið. Síðan gengur hún hægum skrefum heimleiðis. Niðri á túninu lúrir gamalt, marghúsa bæjarþorp með ótal hlöðum. Margir hafa staðið úti, horft á eftir hópnum og beðið honum bless- unar. Nú eru þeir gengnir hver til sinnar iðju. En Ragnheiður getur ekki gengið til sauma sinna undir eins. Það er ómögulegt í glaða sólskininu. • Árin líða. Enn er komið sumar og sólskin yfir landi. Smávaxin kona, hvíthærð með reynslusvip, gengur hægum skrefum heim- an af Biskupshlaði til Þorlákssætis. Þar tekur hún upp sauma sína. Oðru hverju hníga þeir í keltu hennar, augun leita upp og út yfir héraðið, staðnæmast við fjalla- Reykjalundur hringinn. Svo tekur hún til saumanna að nýju. Nálsporin mörgu í messuskrúðum Skálaholts, sporin út í Þorlákssæti, einstaka ferð til vinkonunnar tryggu í Bræðratungu, — það er hennar sumarfrí, mæddu konunn- ar, barnlausu. Af hennar baráttu fara eng- ar sögur, því að hinn fórnandi máttur er hljóður. En næsta sumar leikur sér á túninu lítill' drengur. Sonur Ragnheiðar litlu. Og henni leyfist að kveðja á undan honum. • Einhvers staðar þarna í grænni gróður- mold túnsins að Skálaholti hvísla þau, bein biskupsins góða, er ég kaus mér að dýrlingi um leið og ég las Biskupasögurnar í fyrsta sinn. En það er þó ekki hinn sæh biskup, er ber nafn heilags manns og jartegnasögur ganga af og heitir þessi þó sama nafni. En um nafna hans hinn helga þykir mér vænst vegna þess, að sagt er, að hann lastaði aldrei veður, hvert sem það var; kvað öll veður frá guði komin. Minnir það á Franz frá Assisi, er nefndi vindinn bróður sinn og rigninguna systur. Nei, þetta er Þorlákur Runólfsson, — Þorlákur hinn góði. Það nafn hef ég valið honum fyrir löngu. Hinn mildi maður, er kunni skil á auðmýkt hjartans, sem er að- all hvers mikilmennis. Er Gissur biskup 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.