Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 44

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 44
var lengi formaður Málarafélags Hafnar- fjarðar og Iðnaðarmannafélags Hafnar- fjarðar, átti sæti í Iðnráði og var fulltrúi á landsþingum iðnaðarmanna. Þá starfaði Björn mikið í samtökum hestamanna. Þótt hann hafi alið mestan aldur sinn í kaup- stað týndist honum aldrei sú ánægja sem er dýrmætust flestum þeim sem eiga sín uopvaxtarár í sveit, samlífið við dýrin. — Hestar voru hans líf og yndi og hvenær sem tími gafst til var það hans mesta ánægja að taka hest sinn og hnakk. Arið 1933 veiktist Björn af berklum og dvaldist í Vífilsstaðahæli. Hann tók strax þátt í samtökum berklasiúkllinga og átti eftir að vinna mikið og giftudrjúgt starf að félagsmáhim heirra. Árið 1953 eekkst hann fyrir stofnun Berklavarnar í Hafnarfirði og var formaður hennar þar til hann fluttist úr bænum. Þá var hann um tíma formaður Hlífarsióðs. sem stofnaður var til að styrkja berklasjúklinga og aðstandendur þeirra. Björn var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Anna Sigurðardóttir og áttu þau fimm börn. Síðari kona hans var Ragna Ágústs- dóttir og áttu þau einn dreng. Við félagarnir { Berklavörn í Hafnarfirði þökkum Birni Bjarnasyni forystustarf hans í deild okkar. — Hans munum við jafnan minnast sem góðs félaga. H. G. Minning tveggja félaga Það er oft liaft á orði, að lífið á sjúkrahúsunum sé fábreytt og lítt forvitnilegt. Ég lief nú á annan ára- ttig dvalið innan liinna hvítu veggja og sá er minn vitnisburður, að jrað hefur verið mér daglegur skóli. Ekki er Jió jrar með sagt, að ég hafi kunnað að taka |troska jjar af. En mörgu hef ég kynnzt og margur er sá þroski, sem eintingis verður þangað sóttur. En rík- astir verða menn af mannþckkingu við þá dvöl. Þar er eins og segir í vísunni: Hver einn bær á sína sögu sigurljóð og raunabögu. Á sjúkrahúsunum getur að líta mannlffið í deiglu jrjáninganna, mótað á ýmsa lund. Ég man konu, sem komst svo að orði, að sér fyndist hún vera eins og ofurlítil skinnpjatla í hendi hins almáttka, — sem stöð- ugt væri elt með sömu óþrotlegu jrolinmæðinni, — 42 unz hún hcrði að skilja handleiðslu almátlkrar, eilífr- ar forsjónar. Já, við tökum þessu á ýmsa lund. Ólíkar manngerðir, ólík skilyrði, — og samt sem áður: Mann- gullið skín, þótt í soranum sé. Og enginn má ámæla, þeim undir björgum, liggur lifandi, með limu brotna, — ei þó hann æpi eftir nótum. Ég hef séð harðjaxla blíkna, sem aldrei bifuðust áð- ur, og jafnvel þiggja stuðning hinna veikari. Og ég hef séð mikilmenni halda reisn sinni, þrátt fyrir ör- kuml og aldurtila. Ég hef séð lítilmagnann lúta að jörðu, eins og gras undan stormi, — og rísa aftur á fót við byljaskil. Ég hef séð vesalinga, sem virðast eiga seiglu víðitágarinnar. Og ég lief séð gildar eikur brotna — og cinnig standast allt, sem á dundi. Ég hef séð bölið gera menn örkumla á sálu sinni af beiskju og von- brigðum. Og ég hef séð liljur spretta í villukyljum, eins og skáldið kvað. Ég hef séð síngirnina og léttúðina ná yfirtökum — og ég hef séð hið gagnstæða. Enda, — mun ekki kæruleysið stundum sprottið af ótta við hin illti örlög — tilraun til að gleyma? Og ég hef séð menn Iæra að sætta sig við stað- reyndir, binda bagga sína veikum kröftum og leggja fram eyri ekkjunnar í þágu lífsins. En ógleymdastir verða mér vitarnir, sem lýst hafa fyrir mér öll þessi ár. Já, ég nefni Jrá vita, sem rísa tipp úr fjöldanum og með sameinuðu sálarjrreki, prúðmennsku og þolinmæði sanna okkur hinum hið fornkveðna: Es at maður alls vesall, þótt sé illa heill. Af þeirri manngerð voru þær báðar, stallsystur mín- ar, sem ég nú mun minnast. Obba Lund F. 2. maí 1917. — D. 22. okt. 1960. Hún hét Þorbjörg Andrea Lund. En köll- uðum við hana nokkurn tíma annað en Obbu? Barnið er jafnan nefnt því nafni, sem kærast er. Yndislegt æskuheimili á Raufarhöfn, — móðir, sem er hetja. Lífið brosti. En þegar hún var 17 ára gömul, dró blik- una á loft. Hinu frjálsa æskulífi var lokið, — ævilangt. Var þá ekki lífinu lokið að fullu; — tekur það því að tala um það, sem eftir var? Nei, því var ekki lokið, — það átti eftir að ná þeirri fyllingu, sem eldraun- in ein getur gefið þeim, sem standast hana. Það er athyglisvert, hve margir eiga sér ríka sögu, þótt engar fari af þeim sögur. í 26 ár barðist hún við hvíta dauðann, lengst af á Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.