Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 37
Venjulega segir Páll ritstjóri hvernig ég á
að teikna. Tilefni eru fremur fáskrúðug í
svona litlu landi — ef prentvillur eru í
blöðum eða undarlega komizt að orði, er
reynt að gera sér mat úr því. Einu sinni
var t. d. auglýst eftir vélritunarstúlku að
Rannsoknarstofu háskólans, en undir aug-
lýsingunni stóð: „jarðarförin auglýst síðar“.
Eg teiknaði þá mynd af helztu mönnum
stofnunarinnar þar sem þeir stóðu á tröpp-
unum með sveðjur og fleiri tól að bíða eftir
fórnarlambinu.
— Eru menn ekki misjafnlega lagaðir til
að teikna af þeim skopmynd?
— Ef ekkert er karakteriskt við menn er
erfitt að ýkja eitt á annars kostnað — en
það er kannski galdurinn við að gera góða
skopmynd. Mér reynist bezt að teikna eftir
minni, því að þá situr það eftir sem er mest
einkennandi, og það er jafnvel auðveldara
að teikna ókunnugt fólk, því að manni hætt-
ir til að taka ekki lengur eftir sérkennum
fólks sem maður umgengst daglega. Oft sé
ég á götu fólk sem ég þekki ekki neitt en
hefur svo sterk persónuleg einkenni — er
svo miklar typur — að ég sezt niður þegar
ég kem heim og teikna af því mynd.
— Taka menn það nokkurn tímann illa
upp að þú gerir af þeim skopmynd?
—Flestir taka því vel, held ég og hafa
bara gaman af, en ef einhverjum mislíkar,
þá láta þeir ekki á því bera við mig, mað-
ur heyrir það helzt út undan sér. Einu sinni
kostaði það þó kjaftshögg. Ég var bá strák-
ur og var staddur inni í bókabúð Eymunds-
sen og var að glápa á mann sem ég ætlaði
Hestaat — stœrsta mynd sem Halldór hefur málað.
Reykjalundur
35