Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 14
Reykjalundur: Vatnsrörum hlaöið á vörubil
Maí, 15. Stofnuð ný félagsdeild á ísafirði,
nefnd Berklavörn ísafjarðar. Stofnendur 31
að tölu. Forgöngumaður að stofnun deildar-
innar var Maríus Helgason, umdæmisstjóri
pósts og síma á Vestfjörðum, fyrrverandi
forseti S.I.B.S. Maríus var kjörinn formað-
ur. Þrír sambandsstjórnarmenn sátu stofn-
fundinn.
Júní, 12. Búnaðarbanki íslands afhendir
S.I.B.S. afsalsbréf fyrir húseigninni Bræðra-
borgarstígur 9.
Júní, 10,—12. 12. þing S.Í.B.S. var haldið
að Vífilsstöðum í tilefni af 50 ára afmælis
heilsuhælisins. Virðuleg setningarathöfn fór
fram í dagstofu hælisins, að viðstöddu fjöl-
menni. Meðal gesta var forseti Islands og
frú hans, yfirlæknishjónin, félagsmálaráð-
herra, landlæknir, próf. Richard Beck og
margir fleiri. Fulltrúar þingsins voru nær 80
talsins. Forsetar þingsins voru: Maríus
Helgason, umdæmisstjóri, Jónas Þorbergsson,
fyrrv. útvarpsstjóri og Steindór Steindórsson,
yfirkennari. Annan dag þingsins hélt Helgi
Ingvarsson yfirlæknir fróðlegt erindi um
sögu berklaveikinnar á Islandi. Merkasta mál'
þingsins var breyting sú, er gerð var á lög-
um sambandsins. Með þeirri breytingu var
starfssvið sambandsins fært út, þannig að nú
geta allir öryrkjar af völdum brjóstholssjúk-
dóma fengið full félagsréttindi og vist á
stofnunum sambandsins, samkv. nánar til-
teknum reglum og er þetta grundvallar-
breyting, sem rutt hefur sér til rúms með
bræðrafélögum sambandsins á Norðurlönd-
um. — Að kvöldi fyrsta dags þingsins skoð-
uðu fulltrúar Múlalund. Annað kvöldið
12
Reykjalundur