Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 34
Rabbað við Halldór Pétursson um
menn
og hesta
Að teikna er hans atvinna — að mála er
hans ánœgja. Eg kom á vinnustofu Hall-
dórs Péturssonar á heimili hans að Drápu-
hlið 11, hann sat þar við teikniborðið að
gera myndir i barnabók. Mér kom pað satt
að segja nokkuð á óvart hve þröngt var
um hann par sem hann situr við vinnu sina
alla daga. Síðan sýndi hann mér málverk-
in sín og málaratrönurnar þar sem pœr
stóðu i stórri og rúmgóðri stofu. Það var
ekki um að villast: málaralistin hefur meira
rúm i huga Halldórs en teiknunin — og
málaratrönurnar hafa meira rúm i húsi
hans en teikniborðið.
Halldór er fæddur í Reykjavík árið 1916
og átti heima hér í Vesturbænum öll sín
uppvaxtarár.
— Þú hefur byrjað snemma að teikna?
— Líklega þriggja ára, eins og flestir
krakkar, og hef haldið því áfram síðan. Ég
var svo einn vetur í tímum hjá Mugg (Guð-
mundi Thorsteinsson) að læra að teikna,
það var tveim árum áður en hann dó. Síðar
þegar ég var 14 til 16 ára gamall var ég í
einkatímum hjá Júlíönu Sveinsdóttur. Ég
held hún hafi ekki haft aðra nemendur.
— Teiknaðirðu ekki mikið á þessum ár-
um?
— Ætli maður hafi ekki helzt teiknað
kennarana í skólanum, og ég viðaði að mér
miklu af bókum um teiknun. Svo fór ég í
32
Hér sést Halldór vinna aÖ nýjustu mynd sinni — mdl-
verkiÖ er af syni hans Pétri, sem er niu dra gamall
og segist vera dkveöinn i aö veröa listmdlari.
menntaskólann og teiknaði þá í skólablaðið.
— Hvað tók svo við að loknu mennta-
skólanámi?
— Að loknu stúdentsprófi árið 1935 fór
ég til Kaupmannahafnar til náms í teikn-
ingu, aðallega auglýsingateikningu. Ég var
þar í skóla sem heitir Kunsthándværkesko-
len, systir mín hafði verið þar áður og fleiri
íslendingar hafa verið þar. Árið 1938 sett-
um við svo upp teiknistofu saman, ég og
Ágústa systir mín, sem gift er Pétri Snæ-
land.
— Þú hefur ekki ætlað þér í háskóla-
nám til að verða embættismaður eða vís-
indamaður?
Reykjalundur