Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 34

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 34
Rabbað við Halldór Pétursson um menn og hesta Að teikna er hans atvinna — að mála er hans ánœgja. Eg kom á vinnustofu Hall- dórs Péturssonar á heimili hans að Drápu- hlið 11, hann sat þar við teikniborðið að gera myndir i barnabók. Mér kom pað satt að segja nokkuð á óvart hve þröngt var um hann par sem hann situr við vinnu sina alla daga. Síðan sýndi hann mér málverk- in sín og málaratrönurnar þar sem pœr stóðu i stórri og rúmgóðri stofu. Það var ekki um að villast: málaralistin hefur meira rúm i huga Halldórs en teiknunin — og málaratrönurnar hafa meira rúm i húsi hans en teikniborðið. Halldór er fæddur í Reykjavík árið 1916 og átti heima hér í Vesturbænum öll sín uppvaxtarár. — Þú hefur byrjað snemma að teikna? — Líklega þriggja ára, eins og flestir krakkar, og hef haldið því áfram síðan. Ég var svo einn vetur í tímum hjá Mugg (Guð- mundi Thorsteinsson) að læra að teikna, það var tveim árum áður en hann dó. Síðar þegar ég var 14 til 16 ára gamall var ég í einkatímum hjá Júlíönu Sveinsdóttur. Ég held hún hafi ekki haft aðra nemendur. — Teiknaðirðu ekki mikið á þessum ár- um? — Ætli maður hafi ekki helzt teiknað kennarana í skólanum, og ég viðaði að mér miklu af bókum um teiknun. Svo fór ég í 32 Hér sést Halldór vinna aÖ nýjustu mynd sinni — mdl- verkiÖ er af syni hans Pétri, sem er niu dra gamall og segist vera dkveöinn i aö veröa listmdlari. menntaskólann og teiknaði þá í skólablaðið. — Hvað tók svo við að loknu mennta- skólanámi? — Að loknu stúdentsprófi árið 1935 fór ég til Kaupmannahafnar til náms í teikn- ingu, aðallega auglýsingateikningu. Ég var þar í skóla sem heitir Kunsthándværkesko- len, systir mín hafði verið þar áður og fleiri íslendingar hafa verið þar. Árið 1938 sett- um við svo upp teiknistofu saman, ég og Ágústa systir mín, sem gift er Pétri Snæ- land. — Þú hefur ekki ætlað þér í háskóla- nám til að verða embættismaður eða vís- indamaður? Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.