Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 13
Til Lánasjóðs kr. 150.000. Til afborgun-
ar á skuldum kr. 1.460.000.
Maí, 20. Múlalundur, öryrkjavinnustofur
S.Í.B.S., opnaðar og teknar til afnota og
fyrstu öryrkjarnir hefja þá vinnu.
Maí. Danskur sérfræðingur í hinni nýju
iðngrein Múlalundar ráðinn sem kennari
og verkstjóri. Honum til aðstoðar komu tvær
danskar stúlkur með kunnáttu í þessari sér-
grein. Þetta fólk dvaldi til áramóta í þjón-
ustu stofnunarinnar.
Júní, 17. Forseti íslands sæmir formann
sambandsins Fálkaorðu.
Sept., 8. Kosnir tveir menn í samstarfs-
nefnd, til móts við tvo menn frá hvoru fé-
lagi fyrir sig, Sjálfsbjörg og Blindra-
laginu, í þeim tilgangi að efla samvinnu fé-
laganna.
Sept., 8. Búnaðarbanki íslands býður
S.Í.B.S. til kaups eða leigu nýreist stórhýsi
við Bræðraborgarstíg 9.
16. sept. Búnaðarbanki íslands leggur
fram uppkast að kaupsamningi um húseign-
ina Bræðraborgarst. 9. Fjárhagsnefnd falið
að annast frekari umræður um uppkastið.
19. sept. Undirritaður samningur um kaup
á húsinu Bræðraborgarst. 9., eftir að gerð-
ar höfðu verið breytingar á uppkastinu frá
16./9. Samkvæmt þeim samningi telst S.Í.B.S.
leigjandi að húsinu næstu 3 ár, eða til ársl.
1962, en síðan eigandi hússins. Greiðist með
jöfnum árlegum afborgunum og vöxtum á
30 árum frá árslokum 1962 að telja. Húsið er
5 hæðir auk kjallara og rishæðar. Flatar-
mál 200 ferm. á 4 hæðum. Kjallari þó þriðj-
ungi stærri. 5. hæð inndregin, en rishæð enn
minni.
Ágóði af Berklavarnardegi kr. 316.827.00.
Guðm. Löve og Ólafur Jóhannesson önn-
uðust erindrekstur fyrir sambandið. Ferðað-
ist Guðmundur um Norður- og Austurland.
Ólafur fór um sýslur Vestanlands.
Reykjalundur
Des, 8. Samþykkt að hefja byggingu verk-
smiðjuhúss á lóð sambandsins í Ármúla 16,
götumegin við hús það er áður var keypt og
unnið var í við innréttingu. Fyrirhugað hús
verði 305 ferm., þriggja til fjögurra hæða.
Unnið að smíði járnsmíðaskálans í
Reykjalundi. Fullgerð og tekin í notkun á
sama stað, ný birgða- og skrifstofubygging.
Birgðageymslan á tveim hæðum. Þessi húsa-
kynni öll, fögur, hentug og rúmgóð.
Hreinar tekjur á rekstrarreikningi sam-
bandsins kr. 2.914.399.03.
1960
Mikil breyting gjörð á rekstrartilhögun
happdrættisins. Samanlögð hundraðstala
vinningafjárhæðar aukin, gagnvart iðgjöld-
um, um 10%. Heildarvinningaskráin hækk-
ar úr kr. 7.800.000.00, upp í kr. 14.040.000.00.
Vinningum fjölgar úr 5000 í 12000. Verð mið-
ans hækkað úr 20 í 30 kr.
Þegar í ársbyrjun var unnið kappsam-
lega að nýja verksmiðjuhúsinu við Ármúla
16. Tvær hæðir uppsteyptar í jan.
Oddur Ólafsson, yfirlæknir ráðinn trún-
aðarlæknir Múlalundar, öryrkjavinnustofa
S.Í.B.S.
31. jan. Neðsta hæð Múlalundar, verk-
smiðjuhússins í Ármúla 16, fullgerð og tekin
til afnota. Við þá rýmkun bötnuðu vinnu-
skilyrði stórlega.
Marz, 28. Félagsmálafulltrúi S.Í.B.S.
Guðm. Löve tekur að sér að hafa vikulega
viðtalstíma meðal sjúklinga á Vífilsstöðum,
þeim til leiðbeiningar og aðstoðar í vanda-
málum. Þetta gert vegna óska Helga Ingvars-
sonar, yfirlæknis.
Apríl, 30. Skrifstofur sambandsins og
Reykjalundur flytja í hús sitt, Bræðraborg-
arstíg 9, að undanskildu aðalumboði happ-
drættisins, sem verður kyrrt um sinn í Aust-
urstræti 9.
11