Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 40
Brostnir hlekkir
Árni Guðmundsson frá Háeyri.
F. 6. marz 1913. — D. 11. marz 1961.
Árni Guðmundsson andaðist í Vífilsstaða-
hæli 11. marz s. 1., eftir 14 ára sjúkdóms-
stríð.
Hvarf þar maður af okkar sjónarsviði er
lætur eftir sig þær minningar, sem leiða hug-
ann að hlýjum og sólríkum degi á vori.
Árni er fæddur í Vestmannaeyjum 6. marz
1913, sonur þeirra kunnu Háeyrarhjóna, frú
Jónínu Sigurðardóttur, Sveinssonar, útvegs-
bónda og snikkara í Nýborg, og Guðmundar
Jónssonar, útvegsbónda og skipasmiðs á
Háeyri, hins gagnmerka gáfu- og hagleiks-
manns.
38
Þótt Árni hefði allar gáfur til að þreyta
langskólanám við æðstu menntastofnanir og
væri hið bezta efni í vísindamann, varð þó
ekki að því ráði, enda ekki margir Vest-
mannaeyingar á hans aldri sem til siikra stór-
ræða hugðu.
Hann lauk unglingaprófi í Eyjum, síðan
við gagnfræðaskóia í Keykjavík og þar næst
lauk hann lokaprófi við Kennaraskóla ís-
lands ánð 1935, alit við beztu einkunn. Arni
lét þó ekki þar við sitja um nám. Menntunar-
þorsti hans var óslökkvandi, þrátt fyrir eril-
söm kennarastörf og mikil afskipti af félags-
og stjórnmálum, auk starfa við útveg föður
síns, jók hann jafnt og þétt við fróðleikssjóð
sinn. Asókn dauðans gat ekki einu sinni
hrundið honum af menntabrautinni, sem
hann unni svo mjög.
Ungur að árum hóf hann ritstörf í bundnu
og óbundnu máh. Ljóð hans eru, og hafa um
langt skeið, verið sungin, og sögur hans og
ritgerðir lesnar um allar byggðir landsins.
Kjörinn var Árni í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja árið 1942 og var um skeið forseti henn-
ar. I stjórninni átti hann sæti þar til hann
sýktist af berklaveiki og fluttist til Vífils-
staðahælis, og átti þaðan ekki afturkvæmt.
Kennari við barnaskóla Vestmannaeyja
var Árni frá árinu 1931 til 1947. Frábær
kennari og vinsæll jafnt meðal nemenda
sem foreldra þeirra.
Að Vífilsstöðum var Árni, sjálfkjörinn,
sem oddviti sjúklinga. Þótti þar engu máli
vel borgið, nema til kæmu ráð hans og leið-
beiningar.
Árið 1956 var hann kjörinn í sambands-
stjórn S.Í.B.S. og átti þar sæti til dauða-
dags, við sömu vinsældir og sama sóma og
hann jafnan hafði notið við öll sín fyrri störf.
Ritstjóri þessa tímarits var hann frá 1958.
Ákjósanlegri samstarfsmann gátu sam-
bandsstjórnarmenn ekki kosið sér. Dóm-
greind hans og hógværð í málflutningi leysti
Reykjalundur