Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 45

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 45
Vífilsstöðum. Fáein seinustu árin á Reykja- lundi. Þegar ég kynntist Obbu á Vífilsstöðum, varð mér á að hugleiða: Hvaðan er svipur sá heiðríkju, er ávallt hvílir yfir þessari konu? Og hver er orsök þess, að hún virðist eiga svo létt með að brosa? Er hún ef til vill ekki eins veik og af er látið? Hvílík fjar- stæða! Ég lærði líka fljótt að skilja, hvers vegna hún Obba átti svo létt með að brosa þessu brosi, sem aðallega lá í augunum. Bros hennar var skírt í eldi þjáninganna. Hvars þú böl kannt, Kveð þér bölvi at. Obba hafði lært þessa gullnu reglu, er hefur sérgildi fyrir okkur sjúka. En hví í ósköpunum reynist hún mörgum okkar hinna svo undur torlærð? Ég átti ekki eins mikið sálufélag við Obbu og ég hefði kosið. Mín eigin veikindi voru þannig vaxin, að þau komu lengi í veg fyrir að ég blandaði geði við annað fólk. En ég kynntist henni nóg til þess að læra að sanna orð Einars Benediktssonar: Bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Reykjalundur Eygló Kristinsdóttir F. 23. nóv. 1899. — D. 5. nóv. 1960. „Góður nágranni er sá, sem brosir til þín yfir gerðið, en klifrar ekki yfir það“. — J. Þegar ég loks tók mig upp frá Vífilsstöð- um í fyrravor og flutti að Reykjalundi, fékk ég í bili samastað ein sér á tveggja manna stofu. En snyrtiklefa skyldi ég deila við konu, er bjó á næstu sérbýlisstofu. Ég hef ævinlega kviðið vistaskiftum og nýj- um grönnum, — eðli skjaldbökunnar. Og áður dagur var að kveldi, stóð hún inni á gólfi mínu, nýja grannkonan. Roskin, frekar lítil og grannvaxin, en bar þó gerðarþokka fas. Hárið gránað, hvað gerði yfirlitið enn bjartara, en allt var fas hennar Ijósbeitt. Framkoman hispurslaus, prúð og laus við hnýsni. Eitthvað svo hreinlegt við allt fas hennar, að mér gazt undir eins vel að henni. Kynning, grennslast fyrir um líðan mína af kurteisi en ekki forvitni. Vinsamleg tilmæli, að ég skyldi hennar leita, ef mér lægi á, hlý- leg ósk um að okkur blessaðist samveran. Síðan horfið til baka. Ég andvarpaði léttan og ritaði einkunnabók hennar þegar: Prúðmennska, hispursleysi, fjasleysi, snyrtimennska, nærgætni og, síðast 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.