Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 7

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 7
öryrkjafélögin og styrktarfélag öryrkja ættu aðild að bandalaginu, sem síðan stæði opið sams konar félögum, er stofnuð yrðu síðar. 14. febrúar s. 1. boðaði samvinnunefndin eft- irtalin 6 félög til fundar. Blindrafélagið, Blindravinafélagið, SIBS, Sjálfsbjörg — land- samband fatlaðra, Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra og Styrktarfélag vangefinna. Föstu- daginn 5. maí 1961 var Öryrkjabandalag ís- lands stofnað, lög þess samþykkt og eftir- taldir fulltrúar kosnir í stjóm: Formaður Oddur Ólafsson læknir (SÍBS), varaformað- ur Sveinbjörn Finnsson (Styrktarfélag fatl- aðra og lamaðra), gjaldkeri Zophonías Bene- diktsson (Sjálfsbjörg — landsamband fatl- aðra). Ritari Sigríður Ingimarsdóttir (Styrktarfélag vangefinna). Meðstj.: Andrés Gestsson (Blindrafélagið) og Einar Eysteins- son (Blindravinafélag íslands). Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess: 1. að koma fram fyrir hönd öryrkja gagn- opinberum aðilum. 2. að reka vinnumiðlunar- og upplýs- ingaskrifstofu fyrir öryrkja. 3. að koma á samstarfi við félagasamtök er vinna á líkum grundvelli og hag- nýta reynslu þeirra í þágu bandalags- ins. 4. að vinna að öðrum sameiginlegum mál- efnum öryrkja. Æðsta stofnun sambandsins er þing, er kemur saman einu sinni á ári og saman- stendur af þrem fulltrúum frá hverju með- limafélaganna, en milli þinga fer stjórn sex manna með málefni þess. í bandalagið geta aðeins gengið félaga- samtök, sem hafa það sem aðalverkefni að vinna að málefnum öryrkja. 19. maí var Guðmundur Löve ráðinn framkvæmdastjóri bandalagsins og skrif- stofuhúsnæði tekið á leigu að Bræðraborg- arstíg 9. Skrifstofa bandalagsins hefur nú verið opin í rúman mánuð og virðist sá stutti tími gefa til kynna að nóg séu verkefnin. Öryrkjabandalagið hefur samið starfsskrá sína þannig að félögin, sem eru meðlimir þess geta óhindruð og frjáls starfað áfram Reykjalundur að sínum málum. Bandalagið mun því leggja höfuðáherzlu á upplýsingaþjónustu og vinnumiðlun. Sameiginlegt álit öryrkjafélag- anna er að lokamarkið sé að gera sem allra flesta öryrkja hæfa til starfs á al- mennum vinnumarkaði. Þó gerum við okk- ur Ijóst að alltaf er nokkur hópur, sem ekki verður til þess hæfur og þá mun unnið að því að sá hópur eigi kost á vinnu í vinnu- stofum þeim æthiðum eða á vinnuheimilum. Engin lífshamingja án vinnu, er skoðun okk- ar, þess vegna ber að leggja höfuð áherzlu á vinnumöguleika, sé nokkur starfsorka fyr- ir hendi, að læknun og þjálfun lokinni. Iðju- leysi skapar gjarnan lífsleiða og beiskju, jafnt hjá heilbrigðum og sjúkum, og styrkir, sem jafnvel nægðu til lífsframfæris, geta ekki komið í stað vinnunnar. Atvinnuleysi er böl. Séu heilbrigðir atvinnulausir þykir sjálfsagt að gera fjárfrekar ráðstafanir til úr- bóta. Augljóst er, að það er jafn örðugt fyrir öryrkjann að ganga atvinnulausan og hinn heilbrigða. Nú eru í landinu a. m. k. á ann- að þúsund öryrkja er nokkra starfsorku hafa. Það kostar mikið fé og mikla vinnu að útrýma þessu atvinnuleysi, en það er ósk og von öryrkjabandalagsins að nokkuð þokist áleiðis í þessu efni á næstu árum, og að úrbótum í atvinnumálum öryrkja mun bandalagið einbeita kröftum sínum. Oddur Ólafsson. Ritstj. þykir rétt að birta lög öryrkja- bandalagsins í heild og fara þau hér á eftir: 1. gr. Nafn bandalagsins cr: Öryrkjabandalag íslands. 2. gr. Tilgangur bandalagsins er: 1. að koma fram fyrir hönd öryrkja gagnvart opin- berum aðilum. 2. að reka vinnumiðlunar- og upplýsingaskrifstofu fyrir öryrkja. 3. að koma á samstarfi við félagasamtök erlendis, er vinna á líkum grundvelli og hagnýta reynslu þeirra f þágu bandalagsins. 4. að vinna að öðrum sameiginlegum málefnum ör- yrkja. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.