Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 43

Reykjalundur - 01.06.1961, Blaðsíða 43
mál hennar. Þetta sumar reyndist vera mikið gróskusumar í íslenzku þjóðlífi. Einmitt það sumar fór um salarkynni sjúkra manna í landinu andi nýrrar vakningar og eldmóðs, er bar sinn ávöxt þá um haustið með stofn- un SÍBS sem varð svo forsaga að Reykja- lundi o. fl. því er samtök íslenzkra berkla- sjúklinga hafa fengið til leiðar komið s. 1. tvo áratugi fyrir sjúkt fólk og þjóð vora í heild. Baldvin Baldvinsson var einn þeirra, er flutti það mál' af bjargfastri sannfæringu, að einnig meðal hinna sjúku gæti samtakamátt- ur fjöldans afrekað miklu fyrir sjálfa þá og alþjóð, svo fremi að þeir sjálfir gerðu sér það ljóst. Að vísu er það sannast mála, að á þessum árum voru margir berklasjúklingar lítt trúaðir á mátt sinn og megin, jafnvel þótt talað væri um samtakamátt og því um líkt — og var það ekki veikum mönnum að Iá, því fáir meðal þáverandi áhrifamanna í þjóðfélaginu höfðu trú á málinu. En félagsvakningin á heilsuhælum lands- ins reyndist þess megnug að rjúfa hvern múr. — Baldvin var einn af sönnustu og beztu fulltrúum þessarar vakningar. Hjálp- fýsi hans og góðvild, samfara hreinskilni hins óspillta manns, hver sem í hlut átti unnu honum vinsæld og traust hælisfélaga. Fölskvalaus lífstrú og glaðsinni voru þær vöggugjafir, það kjörvopn í félagslegu dag- fari hans, sem uppgjafarkennd og fásinni gamla hælislífsins urðu að víkja fyrir og kveikti í brjóstum hælisfélaganna þann eld félagslegrar sjálfsvitundar og sigurvissu, að jafnvel margar góðar ræður og ýtarlegar ritgerðir hefðu vart fengið meiru áorkað. Með Baldvin var ánægjulegt að berjast fyrir góðum málstað, í fylgd hans var gleði og söngur og yfir honum fannst mér bjartara en flestum öðrum brautryðjendur SÍBS. Það var eins og hann, mitt í látleysinu og hóg- værðinni, bæri í persónu sinni djörfustu og beztu fyrirheitin, sem tengd voru stofnun SIBS. — Og það sem mestu varðar: hann bar gæfu til að sjá mörg þeirra rætast. Jón Rafnsson. Björn Bjarnason. F. 8. okt. 1906. — D. 3. ág. 1961. Sífellt eru höggin skörð í raðir þeirra manna, sem verið hafa í forystusveit SIBS. 3. ágúst s. 1. lézt Björn Bjarnason málara- meistari, fyrrverandi formaður Berklavarn- ar í Hafnarfirði. Björn var Húnvetningur að ætt. For- eldrar hans voru hjónin Soffía Jóhanns- dóttir og Bjarni Björnsson, er bjuggu að Neðra-Vatnshorni í Línakradal1. Þar fædd- ist Björn og ólst upp, þar til hann fluttist hingað suður og lærði húsamálun, en þá atvinnu stundaði hann alla tíð síðan eftir því sem heilsa leyfði. Það kom snemma í ljós að Björn var fé- lagslyndur maður, og slíkt var yfirbragð hans og fas að engum duldizt að þar fór maður sem vel var til forystu fallin. Hann var maður hár vexti, vel limaður og fríð- ur sínum og bar f svip sínum í senn rósemi og glaðlyndi. Er Björn dvaldist um skeið í Keflavík, vann hann að stofnun ungmennafélags þar og var kosinn fyrsti formaður þess og síð- an heiðursfélagi. Eftir að Björn fluttist til Hafnarfjarðar árið 1930 tók hann mikinn þátt í félagsstörfum iðnaðarmanna þar og Reykjalundur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.