Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 5

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 5
HAUKUR ÞÓRÐARSON yfirlæknir: Starfsemin að Reykjalundi, byggingaframkvæmdir og áform I>að hlýðir, að nokkuð sé sagt frá Vinnu- heimili S.Í.B.S. að Reykjalundi í blaði S.í. B.S., sem nú kemur út í 20. skipti og ber nafn stofnunarinnar. Málgagn í formi ár- legs blaðs á berklavarnardegi, fyrsta sunnu- dag í október, hefur S.f.B.S. þó gefið út oftar. Blaðið Berklavörn kom út í átta ár- göngum á tímabilinu 1939—1946. Þetta blað, Reykjalundur, kom hins vegar fyrst út 1947. Þáverandi stjórn S.Í.B.S. hefur að lík- um þótt tilhlýðilegt að kenna blað sitt við aðalverkefni sambandsins, Vinnuheimilið að Reykjalundi, sem þá hafði starfað í rúm tvö ár og lofaði góðu í baráttunni við berklaveikina. STARFSEMIN Sífellt gerast einhverjar breytingar á starfsemi og rekstri stofnunar á borð við Reykjalund. Eðlilegt er, að breytingar verði til samræmis við breytta tíma, þarfir, óskir, þekkingu og reynslu í þeim málum, sem stofunuin fjallar um og lætur sig skipta. Hins vegar hefur ekki orðið breyting á tilgangi starfseminnar að Reykjalundi frá upphafi, eða frá j)ví starfsemin hófst þar 1. febrúar 1945. Tilgangur S.Í.B.S. með Reykjalundi frá upphafi var endurhœfing, nánar tiltekið endurhæfing fyrir berkla- sjúklinga. Þörf berklasjúklinga fyrir end- urhæfingu á þeim tíma var fyrst og fremst á sviði atvinnu- og starfsþjálfunar. Sú stað- reynd réði m. a. opinberu heiti stofnunar- innar, Vinnuheimiíi S.Í.B.S. Starfsemin miðaðist eingöngu við þarfir berklasjúklinga fyrstu 12—13 árin. Þá var svo blessunarlega komið í berklamálum hér á landi, að berklasjúklingar þurftu ekki lengur á öllu vistrými Reykjalundar að halda. Af þeim sökum gerði 11. þing S.í. B.S. 1958 samþykkt um starfssvið Reykja- lundar, þ. e. gaf heimild „að taka að Reykja- lundi almenna öryrkja til tímabundinnar dvalar“ samkvæmt nánari reglum, sem þar REYKJALUNDUR 5

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.