Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 5

Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 5
HAUKUR ÞÓRÐARSON yfirlæknir: Starfsemin að Reykjalundi, byggingaframkvæmdir og áform I>að hlýðir, að nokkuð sé sagt frá Vinnu- heimili S.Í.B.S. að Reykjalundi í blaði S.í. B.S., sem nú kemur út í 20. skipti og ber nafn stofnunarinnar. Málgagn í formi ár- legs blaðs á berklavarnardegi, fyrsta sunnu- dag í október, hefur S.f.B.S. þó gefið út oftar. Blaðið Berklavörn kom út í átta ár- göngum á tímabilinu 1939—1946. Þetta blað, Reykjalundur, kom hins vegar fyrst út 1947. Þáverandi stjórn S.Í.B.S. hefur að lík- um þótt tilhlýðilegt að kenna blað sitt við aðalverkefni sambandsins, Vinnuheimilið að Reykjalundi, sem þá hafði starfað í rúm tvö ár og lofaði góðu í baráttunni við berklaveikina. STARFSEMIN Sífellt gerast einhverjar breytingar á starfsemi og rekstri stofnunar á borð við Reykjalund. Eðlilegt er, að breytingar verði til samræmis við breytta tíma, þarfir, óskir, þekkingu og reynslu í þeim málum, sem stofunuin fjallar um og lætur sig skipta. Hins vegar hefur ekki orðið breyting á tilgangi starfseminnar að Reykjalundi frá upphafi, eða frá j)ví starfsemin hófst þar 1. febrúar 1945. Tilgangur S.Í.B.S. með Reykjalundi frá upphafi var endurhœfing, nánar tiltekið endurhæfing fyrir berkla- sjúklinga. Þörf berklasjúklinga fyrir end- urhæfingu á þeim tíma var fyrst og fremst á sviði atvinnu- og starfsþjálfunar. Sú stað- reynd réði m. a. opinberu heiti stofnunar- innar, Vinnuheimiíi S.Í.B.S. Starfsemin miðaðist eingöngu við þarfir berklasjúklinga fyrstu 12—13 árin. Þá var svo blessunarlega komið í berklamálum hér á landi, að berklasjúklingar þurftu ekki lengur á öllu vistrými Reykjalundar að halda. Af þeim sökum gerði 11. þing S.í. B.S. 1958 samþykkt um starfssvið Reykja- lundar, þ. e. gaf heimild „að taka að Reykja- lundi almenna öryrkja til tímabundinnar dvalar“ samkvæmt nánari reglum, sem þar REYKJALUNDUR 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.