Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 15

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 15
VIÐTAL VIÐ FRIÐRIK SVEINSSON HÉRAÐSLÆKNI Á REYKJALUNDI Hvernig vísir að heilsugæzlustöð varð til Heilsugæzlumál og skipan þeirra í fram- tíðinni eru mjög á dagskrá um þessar mund- ir. Þar sem segja má, að vísir að fyrstu heilsugæzlustöð hér á landi sé kominn á Reykjalundi, brá ritstjóri sér á fund Frið- riks Sveinssonar héraðslæknis og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Héarðslœknishjónin A Reykjalundi, frú Gunnþóra Þórðardótlir og Friðrili Sveinsson. Fyrir Alþingi liggur nýtt frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Þar er m. a. rætt um heilsugcezlustöðvar og lœknamið- stöðvar. Hver er munurinn d þessu tvennu? Samkv. núgildandi læknaskipunarlögum er kveðið á um læknamiðstöðvar annars vegar og heilsuverndarstöðvar hins vegar, sem geta starfað og starfa sem sjálfstæðar stofnanir, sbr. Heilsuverndarstöð Reykja- víkurborgar, Heilsuverndarstöð Akureyrar o. s. frv. í frumvarpi því sem nú liggur fyrir al- þingi er hins vegar einungis rætt um heilsu- gœzlustöðvar. Hvaða þjónustu heilsugæzlu- stöð á að veita er skilgreint þannig í frum- varpinu. 1. Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg þjónusta og tannlækning- ar. 4. Heilsuvernd, sem skiptist í 14 sér- greinar. Heilsugæzlustöð samkv. nýja frumvarp- inu er því nánast læknamiðstöð -j- heilsu- verndarstöð, samkv. núgildandi lögum. Hvernig komst þetta samstarf héraðs- lœknisins og lœknanna d Reykjalundi d i upphafi? Álafosshérað var auglýst laust til um- sóknar snemma árs 1966, við fráfall Ólafs P. Jónssonar, héraðslæknis, þess mæta manns og læknis. REYKJALUNDUR 15

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.