Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 16

Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 16
Ég hafði þá í tæp 9 ár gegnt Þórshafnar- læknishéraði og um nokkurt skeið haft í hyggju að breyta til. Þar sem mér var kunnugt, að læknarnir á Reykjalundi höfðu iðulega hlaupið undir bagga og gegnt héraðinu í veikindaforföll- um héraðslæknisins, einnig í nokkra mán- uði eftir lát hans, aflaði ég mér vitneskju um héraðið hjá vini mínum og skólabróð- ur, Hauki Þórðarsyni, núverandi yfirlækni á Reykjalundi. Er skemmst af því að segja, að hafi ég áður verið á báðurn áttum, hvort ég ætti að sækja eða ekki, ákvað ég snarlega að gera svo, eftir að hafa ráðfært mig við Hauk. Við sóttum um héraðið tveir héarðslæknar, Þor- steinn Sigurðsson á Egilsstöðum og ég. Þor- steini var veitt liéraðið, en hann afsalaði sér því, og kaus fremur að sitja áfram í sínu gamla héraði, íbúum þess áreiðanlega til mikils léttis. Nú, Álafosshéraði var þá slegið upp öðru sinni. í það sinn var ég eini umsækjandinn og hlaut hnossið. Kom hingað í ágúst 1966. Læknisbústaður var í smíðum niður á Varmá, fokheldur, en átti talsvert langt í land að verða íbúðarhæfur. Lækningaslofu hafði fyrrverandi héraðslæknir rekið í tveimur litlum herbergjum í Hlégarði, en bjó sjálfur í Reykjavík. í lœknastöðinni á Reykjalundi. 16 REYKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.