Reykjalundur - 01.06.1972, Side 21

Reykjalundur - 01.06.1972, Side 21
cða skemmri tíma, og röskun verður á ýmsu öðru í daglegu lífi. Þegar mörg liðamót eru undirlögð kemur sjúkdómurinn ekki ein- ungis í veg fyrir ástundun daglegra starfa, heldur þarfnast sjúklingurinn hjúkrunar og aðstoðar við hinar smærri athafnir daglegs lífs, svo sem við að klæða sig, hirða sig o. s. frv. Gigtsjúkdómar eru í nokkrum sér- flokki, vegna þess live margir þeirra valda mikilli og um leið langvarandi fötlun, án styttingar æviskeiðs. Endurhæfingu ber að hafa í huga allt frá upphafi meðferðar gigt- sjúkra. Hér er að sjálfsögðu átt við gigt- sjúkdóma, sem eru á svo háu stigi, að þeir valda meiri háttar truflun á lífi sjúklings- ins. Á Reykjalundi í Mosfellssveit er ávallt nokkur hópur gigtsjúklinga. Þar fá þeir læknishjálp, hjúkrun og sjúkraþjálfun. Margir vinna við létt störf, svo sem við sam- setningu plastmuna, saumaskap o. fl. Reynt er að átta sig á getu hvers og eins, gjarnan með aðstoð sálfræðings, svo og verkstjóra á hinum ýmsu vinnustofum. Ol't verður nokkuð ljóst, hvers konar störf lienta bezt utan Reykjalundar. Dvölin að Reykjalundi verður mörgum sjúklingi lyftistöng, sem gerir honum kleift að hverfa aftur að eðli- legra líl'i. Því miður reynist oft erfitt að finna ákjósanlegt starf fyrir fatlað fólk, en skilningur á nauðsyn þess að nýta starfs- kral't þess, bæði vegna þess sjálfs og jijóðfélagsins, fer vaxandi. Víða erlendis, t. d. á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum, starfa sérstök félög áhuga- manna í samvinnu við lækna að málefnum gigtsjúkra. Islenzkir gigtsjúklingar liafa vissulega notið mikils góðs af starfi ýntissa samtaka, sem styðja fatlaða á öðrum eða breiðari grundvelli, en nokkuð langt er þó í land, unz aðbúnaður gigtsjúkra getur tal- izt viðunandi. Benda má á, að engin sér- hæfð sjúkrahúsdeild í meðferð gigtsjúkra er til hér á landi. Félag íslenzkra gigtlækna liefur Jrað á stefnuskrá sinni að vinna að stofnun áhugamannafélags til stuðnings gigtsjúkum. Tíðni og um leið áhrif gigtsjúkdóma hér á landi má að nokkru marka af því, að sjúk- dómar í beinum og hreyfingarfærum, aðal- lega gigtsjúkdómar, hafa oftar verið greind- ir hjá íslenzkum öryrkjum en nokkur annar flokkur sjúkdóma. Heimildir: Læknablaðið 57. árg., 1. hefti, febr. 1971, ritstjórnargr.: Vandamál gigt- sjúkra og stofnun Gigtsjúkdómafélags ís- lands; Disability in Iceland by Stefan Guðnason, Reykjavík — 1969. Stökur Greiða vindar gisin ský, geislar tinda lauga. Bjartar myndir bindast i bláu lindarauga. D. J. Klónni slaka eg aldrei á imdan blaki hrinu, pótt mig lirakið hafi frá hœsta takmarkinu. Jón S. Bergniann. Öðum fœrist ellin nœr, œskan fjœr i sýnum. Er scm bœrist aftanblœr yfir hœrum þinum. Jón Rafnsson. REYKJALUNDUR 21

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.