Reykjalundur - 01.06.1972, Page 35

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 35
hann átti við að etja á lífs- ins vegferð. Adolf Sigurðsson var á ýmsan liátt eftirminnilegur persónuleiki. Hann var mikill vinur vina sinna, traustur og tryggur, hreinn og beinn, ómyrkur í máli, ef því var að skipta, sótti þau mál, sem hann hafði áliuga fyrir af miklu kappi, og gafst ekki upp, þótt á móti blési. Hann var mikill og góður heimilisfaðir og boðinn og búinn að verða öðrum að liði, ef því var að skipta. Þakkir samherjanna í SÍ BS og vinarkveðjur fylgja Adolf Sigurðssyni eftir, er hann leggur upp í hinzta áfangann. Stefán Gunnlaugsson ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR lu'tsfreyja Ein af þeim, sem hurfu sjónum okkar á síðasta ári, var Ágústa Guðjónsdóttir liúsfreyja í Reykjavík, en hún lézt á 69. afmælisclegi sínum 6. ágúst 1971. Fædd var hún á Patreksfirði, en fluttist á 1. ári ásamt for- eldrum sínum að Geitagili í Örlygshöfn og Jiar ólst hún upp. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Bjarnason bóndi og trésmiður og kona hans Guðbjörg Bryn- jólfsdóttir frá Kaldbak í Hrunamannahreppi og voru Jjau bæði Árnesingar í ættir fram. Alls eignuðust Jiau 8 börn og komust 7 þeirra til fullorðinsaldurs, en síðustu árin hefur Jjeim fækkað ört, og eru nú að- eins 3 Jjeirra á lífi. Strax á barnsaldri vand- ist Ágústa öllum heimilis- störfum, bæði utan húss og innan, eins og þá var títt og var Jjá oft meira lagt á unglingana um alla vinnu en nú Jjykir hæfilegt. Og allur aðbúnaður ólíkur Jjví, sem nú er algengast. Svo fljótt sem Ágústa hafði Jjroska til, fór hún í vistir á vetrum, en vann heima flest vor og sumur við hin nauðsynlegu heim- ilisstörf, og Jjað Jjví fremur sem heimilisfaðirinn var langdvölum heiman við smíðar, bæði báta og húsa. Hlaut Jjví aðaljjungi bú- starfanna að hvíla á herð- um konu og barna. Þannig ólst hún upp: glaðsinna, viljug og rösk. Og árin liðu. Árið 1926 urðu þáttaskil í lífi Ágústu, Jjví Jj.i giftist hún eltirlifandi manni sín- um Guðmundi Guð- mundssyni prenta.a og stofnaði sitt eigið heimili. En árið áður höfðu for- eldrar hennar fiutzt al- komin liingað suður. Átta árum seinna urðu (innur [játtaskil í líli henn- ar Jjví Jjá tók sig upp sjúk- dómur, sem hún hafðifeng- ið aðkenningu af í æsku, og veiktist nú svo alvarlega að lengi var tvísýnt um líf liennar. Dvaldi hún Jjá langdvölum á sjúkrahúsum bæði hér syðra og á Akur- eyri, og þó lengst á Vílils- stöðum. I Jjessum veikindum sín- um missti hún Jjó aldrei trúna á Jjað að henni myndi lengri lífdaga auðið og var kjarki hennar og jafnaðargeði við brugðið. Var Jjað með miklum ólík- indum hvern fjata hún fékk og að hann skyldi end- ast henni í áratugi. En að sjálfsögðu fékk hún aldrei sitt fyrra Jjrek. Strax og hún komst aftur til nokkurrar heilsu livarf hún til sinna fyrri starfa og Jiótt hún gengi nú aldrei framar lieil til skógar sá- ust Jjess ótrúlega fítif merki í öllu dagfari hennar og af- köstum. REYKJALUNDUR 35

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.