Reykjalundur - 01.06.1972, Síða 46
Þormóðssker með hinum
hdlfbyggða vita.
Kollafjörð, borg vélaharksins og hraðans.
Hver skyldi vilja skipta á fögrum sumar-
morgni úti í Þormóðsskeri og hávaða og
ys höfuðborgarinnar, jafnvel þótt annars
vegar væri heillandi skammdegiskvöld með
o o
gleði og olaumi næturhúmsins?
Akranes, Akrafjall, Leirársveitin, Hafn-
arfjall, Borgarfjörður og Snæfellsnessfjall-
garðurinn með hinum tignarlega, snævi-
Jrakta jökli, sent stingur svo skemmtilega í
stúf við bláma og ójöfnur fjallanna. — Víst
var Fjallkonan fögur í morgunskini renn-
andi dags. Sælt er að sitja og dreyma „við
minningavakinn eldinn". Það umlar eitt-
livað í Skagfirðingunum. Þeir eru farnir
að bera saman. Enginn Skagfirðingur getur
gleymt Tindastóli né Mælifellshnúki, og
sveitinni sinni fögru. Enginn samanburður
stenzt. Og hér er enginn Þingeyingur við-
staddur. Enginn segir Jrví neitt.
En Jrótt fjöllin séu hærri og fegurri, sveit-
irnar grösugri og grjótið þyngra fyrir norð-
an en sunnan, hrífast félagar okkar samt
með. Þeir eru góðir drengir. Og geti Fóstr-
an dýra, í skarti sumarsins og tiginleik,
ekki fengið mannleg hjörtu til Jress að hrær-
ast, verða þau ekki af neinu hrærð.
Enn einu sinni verður okkur litið til
skerjanna. Þarna var Hnokki, stolt og ögr-
andi skerið, sem olli eftirminnilegasta sjó-
slysinu á þessum slóðum, þegar franska
rannsóknarskipið fórst unr árið, og tugir
manna létu lífið, Jrar á meðal vísindamað-
urinn Cliarcot. Alls staðar úir os grúir af
skerjum. Það fer hrollur uin okkur. Það
örlar rétt aðeins á kolla sumra skerjanna.
Nú er lágsjávað, en við vitunr, að seinna í
dag hverfa Jressir hættulegu óvinir undir
yfirborð sjávar, hjúfra sig lævíslega i laug-
unr hafsins. Við hristum höfuðin. Illur
grunur læðist í hjörtun. En lrrátt birtir í
lruga okkar aftur. Vorunr við ekki einmitt
konrnir hingað lil Jress að bjóða Jressum
skerjunr birginn? O, jú. Við vorum konrnir
til þess að byggja vita á Þormóðsskeri. Hinn
sístarfandi og leitandi nútímamaður, með
Iryggjuvit sitt og tækni, var nú lringað kom-
inn til Jress að taka eitt stærsta og yzta skerið
í sína Jrjónustu. Þornróðssker átti að verða
eins konar útvörður nranna, hin síútrétta,
lýsandi hönd, senr vernda átti sjómenn frá
hættum og hafvillum, fækka ekkjutárum
og óhamingjusömum örlögum barna og
unglinga. — Með Jretta í huga, stælta arma
og sterkan vilja, hlaupum við niður á
klöppina, Jregar verkstjórinn kallar ein-
beittum rónri: Jæja, drengir! Fyrsti bátur-
inn er konrinn.
Skanrnrt frá skerinu liggur vitabáturinn
Hernróður, hlaðinn efni til hinnar nriklu
vitabyggingar, möl, sandi, tinrbri og sem-
enti. Og nú er fyrsti báturinn konrinn að
skerinu nreð nröl og sand. Skipstjórinn hef-
ur stjórn á vélbátnum og hefur stýrissveif-
ina nrilli fótanna. Hann er ekki laus við að
vera dálítið ónotalegur við svona tækifæri.
En við nánari kynningu er hann bezti karl.
46
REVKJALUNDUR