Reykjalundur - 01.06.1972, Page 49

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 49
mislangar. Maturinn líka misgóður. Uver veit líka, nema strákafíflin afætu hann á meðan. Það er heldur ekki laust við glettni í augum yfirsmiðsins, er hann gýtur þeim til hins frelsaða manns, um leið og hann stingur vænum bita af bjúga upp í sig. Menn taka rösklega til matar síns. Lengi vel sitjum við þögulir og njótum matarins. En svo losnar um málbeinið. Yfirsmiðurinn á enn til í fórum sínum eina ótrúleí>a o<> O O hlægilega sögu. Hún kemur öllum í gott skap. Félagar mínir minnast svaðilfara og erfiðleika frá fyrri árum í þessari vinnu, frá Miðfjarðarskeri, þegar brimið teygði loppu sína upp á skerið, hreinsaði allt laus- legt, sem í skerinu var, og einn manninn með. En hinir sluppu með naumindum inn í hálfbyggðan vitann. Það tókst að bjarga manninum, en aldrei hafði hann komizt í krappari dans. Þá var við margs konar erf- iðleika að stríða á Þrídrang við Vestmanna- eyjar, þegar vitinn var byggður þar. - Þá er talað um framfarir í vitamálunum. Gamli og nýi tíminn heyja þrotlausa bar- áttu á öllum sviðum þjóðlífsins. I stað seil- ingarhárra járnvita rísa nú upp himinháir steinsteypuvitar, klæddir tindrandi silfur- bergi hrafntinnu. Já, víst mundu þessir nýtízku vitar sóma sér vel meðal helztu bygginga höfuðstaðarins, og þó víðar væri leitað. Slíkir vitar höfðu risið upp hver af öðrum síðan „Stjóri" tók við, en svo nefn- um við vitamálastjórann í daglegu tali. Samtalið fellur niður stutta stund. En svo hefur sjómaður, sem komið hafði með Hermóði til þess að hjálpa okkur við upp- skipunina, orð á því, hve vistlegt sé hérna hjá okkur. Hann er nýkominn úr síldinni og finnur glöggt mismuninn. Okkur verð- ur þá litið til ráðskonunnar. Hún skarar í eldinn. Hún er okkar stolt. Myndarleg, ljóshærð stúlka um tvítugt, sem staðið hef- ur með okkur í blíðu og stríðu austur á Langanesi og hér suður í þessu eyðilega skeri, langt úti í Faxaflóa. Hún hefur þann ágæta kost að auki, sem fyrir öllu er, — lnin kann að búa til góðan mat. Það fara ekki allar stúlkur í fötin hennar. Enginn tími er til að fleygja sér í kojurn- ar. Áður en varir er klukkan komin, og sama þindarlausa stritið hefst enn á ný. — Á leiðinni niður klappirnar mætum við manni. Hann hafði komið einn á báti frá Reykjavík og átti nú að aðstoða við upp- skipunina. Þá voru bátarnir orðnir tveir. Engin hvíld, og við aðeins sárafáir til þess að bera. Þegar við höfum losað annan bát- inn, liggur hinn fullhlaðinn og bíður. Þannig líður dagurinn hægt og hægt í þessu glórulausa striti. Eftir kaffið kastast í kekki milli skipstjóranna — til allrar hamingju, og sá, sem minna má sín, er dæmdur úr leik. Það er stórum léttara fyrir okkur að hafa aðeins annan bátinn. Og áfram er lialdið. Við röltum upp og niður klapp- irnar, niður og upp. Eitt sinn, er ég og vin- ur minn erum samferða niður eftir, sjáum við hvar einn félagi okkar rogast með liel- víta mikinn stóran staur. „Þetta er meiri andskotans gaurinn," segir hann ergilegur, um leið og hann lætur niður afturendann og hefur axlaskipti. „Þetta er tvcggja manna far,“ segir vinur minn, tekur upp REYKJALUNDUR 49

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.