Reykjalundur - 01.06.1972, Page 51

Reykjalundur - 01.06.1972, Page 51
andi um hrygginn, þó að honum verði á að segja, er hann heyrir kveðjugaulið í Hermóði: Farðu í rassgat og komdu aldrei aftur. Kannski hugsum við eitthvað þessu líkt, þó að við viljum ógjarna, að þetta yrðu áhrínsorð. Enginn okkar verður andvaka þessa nótt. Nú eru allir hvíldinni guðsfegnir. Innan stundar eru allir sofnaðir, nema Valdi gamli og ég. Gamli maðurinn byltir sér nokkrum sinnum í kojunni fyrir neðan mig, bölvar andskotans gigtinni — og bregður sér síðan yfir í draumalöndin. Nú hefur enginn minnzt á brimhljóðið, sem áður angraði okkur á kvöldin. Nú geta allir „sofið fyrir söngtnmum þeim“. Til þess að bregða ekki út af venjunni, kveiki ég á kertistýrunni og gríp einhverja bók, — Fegurð himinsins — og byrja að lesa. „Þar sem jökulinn ber við loft hættir land- ið að vera jarðneskt og jörðin fær ldutdeild í himninum." Lengra kemst ég ekki, því að nú tekur yfirsmiðurinn að tauta upp úr svefninum: Ég að bera poka. Yfirsmiður að bera poka. — Ég les áfram nokkra stund enn. En ég er þreyttur engu síður en hinir. Og brátt sígur á mig svefnhöfgi, bókin rennur úr höndum mér. Sem snöggvast renni ég augunum yfir mannskapinn, frá einni koju til annarrar. Síðan slekk ég á týrunni og sofna með þessi orð úr bókinni á vörunum: „í andlitum þessa fólks bjó svipur hinna löngu björtu sumarmorgna — með skógarilmi í gegnum svefninn." — Og sjórinn gnauðar á skerinu sí og æ. Maí 1944. Smælki Á dýraveiðum. Greifinn: „Ert þú ósærður, Karlson?“ Karlson: „Já, herra greifi." Greifinn: „Ágætt, þá hef ég skotið mink.“ „LJpp með hendurnar og komdu með peningana! Tilraun til mótþróa þýðir ekk- ert.“ „Ég er skrambi hræddur um að tilraun til ráns sé líka Jiýðingarlaus, svona seint í mánuði.“ Dómarinn: „Þér eruð dæmdur í fjmm ára hegningarhúsvinnu. — Hvað haldið þér að Jiér vilduð helzt gera?“ Fanginn: „Ef dómarinn hefði ekki neitt á móti því, Jiá vildi ég helzt vera til sjós.“ Viðskiptamaðurinn: „Ég vildi gjarnan fá að sjá reglulega feita gæs.“ Kaupmaðurinn: „Gerið svo vel að fá yð- ur sæti, konan mín kemur rétt strax.“ Skóarinn: — Menn eru að tala um, hve öllu sé vísdómslegt niðurraðað í heiminum, en hvers vegna voru Jiá ekki mennirnir skapaðir með fjóra fætur? Hann: — Nú er ég að fara í langferð, og ætlar þú nú að muna eftir því að hugsa alltaf til mín kl. 9 á hverju kvöldi? Hún: — Er þér ekki sama, þó að Jaað sé klukkan kortér yfir 9, því að ég hef lofað honum Helga að hugsa til hans klukkan 9 á kvöldin? Bónorð eða veðurfregn? Hann: Þú ert sólskin sálar minnar. Ætti ég að lifa án þín, mundi ský draga á himin lífs míns. Hún: Er þetta bónorð eða veðurfregn? REYKJALUNDUR 51

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.