Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 60

Reykjalundur - 01.06.1972, Qupperneq 60
Á fundi berklavarnasambanda Norður- landa í maí 1971 var m. a. ákveðið að lialda sérfund með fulltrúum sambandanna um félagsmálalöggjöf landanna, og stöðu sam- bandanna varðandi skjólstæðinga sína. Var einnig ákveðið að þessi fundur yrði haldinn í Danmörku í byrjun þessa árs. Vegna nýrrar félagsmálalöggjafar í Dan- mörku á þessu ári, var fundinum frestað þar til í maí s.l., svo að tími gæfist til að sjá og kyuna sér þær breytingar, sem þar áttu sér stað. Var svo þessi fundur haldinn í Dan- mörku á hvíldarheimili danska sambands- ins, Glamsbjerg, sem er skammt frá Odense. Voru þar mættir fulltrúar allra samband- anna og frá S.Í.B.S. mættu Oddur Ólafs- son, Júlíus Baldvinsson, Hjörleifur Gunn- arsson og undirritaður. Fyrirlestrar voru haldnir um þau mál, sem segja má að efst séu á dagskrá allra ör- yrkjasambanda og þeirra annarra, sem láta sig vandamál öryrkja varða. Má nefna sem dæmi að lielztu dagskrár- atriði voru Öryrkinn og vinnumarkaður framtíðarinnar. í því sambandi var aðallega rætt um at- vinnumöguleika öryrkja til starla að loknu námi eða endurhæfingu, og revnt að skyggnast 5—10 ár fram í tímann. Þá var rætt um framtíðarhorfur þess ör- yrkja, sem ekki reynist hæfur til neinna starfa eftir endurhæfingu eða skólagöngu, og þau vaudamál sem þá verður að levsa. í framhaldi af þessum umræðum var haldinn fyrirlestur um aðgerðir þegar í barnaskédum í Danmiirku til að koma í veg fyrir örorku barna, þar sem hætta kynni að vera á henni, þegar vinnualdri yrði náð. Einnig var haldinn fyrirlestur um á hvern hátt Danir væru nú að gera tilraun- ir með að einfalda tryggingarkerfið hjá sér, þannig að væntanlegir umsækjendur þyrftu ekki að leita til margra staða um upplvsing- ar eða fyrirgreiðslu á sínum bótarétti. Eftir lýsingu þeirra sjálfra var í lneinasta óefni komið, og urðu þeir, sem eftir ein- hverjum bótum tryggingakerfisins, voru að leita, að ganga frá einni skrifstofunni til annarrar, þar til úrskurður fékkst. Var þetta kerfi orðið svo þungt í vöfum l'yrir alla aðila, að ráða varð bót á. Niðurstaða fundarins í Glamsbjerg var sú, að miklar endurbætur og framfarir hefðu átt sér stað í félagsmálalöggjöf allra landanna, þar sem m. a. öll læknisþjónusta og endurhæfingarþjálfun hali veriðstórauk- in með nýjum, auknum lagafyrirmælum. Taldi fundurinn að verkefni berkla- varnasambandanna, sem annarra öryrkja- bandalaga, væri að fylgjast mjög náið með þróun félagsmála, með það fyrst og fremst fyrir augum, að auka áhrif samtakanna á gerð þeirra laga, sem í framtíðinni verða sett, þannig að möguleiki öryrkjans til sjálfsbjargar verði að fullu nýttur, svo hann njóti jafnréttis við aðra þjóðfélagsþegna. Kjartan Guðnason. 60 REYKJALUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.