Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 27
HÚNAVAKA
25
hafa í minni manna fram á þennan dag og tengdar eru við Jósep á
Hjallalandi.
Marga vini og góðkunningja átti Jósep. Einn af þeim var Arn-
ljótur Ólafsson, alþingismaður í Sauðanesi á Langanesi. Til að
halda við vináttu við Jósep, var Arnljótur vanur að koma við á
Hjallalandi og gista þar, þegar hann reið til þings. Ekki var Arn-
ljótur einn á ferðum þessum, heldur oft samferða öðrum þingmönn-
um að norðan og fleiri ferðamenn í hópnum, með marga hesta, að
þeirra tíma sið. Vanalega fór allur hópurinn til gistingar á Hjalla-
landi. Guðrún sagði mér að Jósep hefði hlakkað til í marga daga,
áður en Ljótur kom, (en svo nefndi Jósep Arnljót) og þá nótt hefði
lítið verið sofið á Hjallalandi, sem þeir félagar gistu þar. Viðtökur
allar voru rausnarlegar í mat og drykk, en hestum ferðamannanna
öllum sleppt í túnið, þó að komið væri að slætti, og eru þó góðir
hagar utan túns á Hjallalandi. Næsti áfangi frá Hjallalandi var um
Grímstunguheiði að Kalmanstungu. Þennan morgun kvaðst Jósep
mundi fylgja gestum sínum úr hlaði, og lét þá söðla góðan reiðhest,
sem hann átti, handa vini sínum, Arnljóti, og mun sjálfur einnig
hafa verið vel ríðandi. Ekki er getið ferða þeirra félaga fyrr en kom-
ið var að Kalmanstungu. Þar sneri Jósep við og hafði þá fylgt gest-
um sínum úr hlaði eins og hann hafði lofað. Þess skal getið að frá
Hjallalandi og suður að Kalmanstungu mun vera um 12—13 tíma
lerð á hestum að sumarlagi.
Eins og fyrr getur, átti Jósep stundum í útistöðum við valdamenn
i Sveinsstaðahreppi og kom þá oft fram hjá honum margt það, er
andstæðingar hans kærðu sig ekki um að haft væri í flimtingum.
Einkum ef Jósep var við skál, var hann þaulsætinn og meinstríð-
inn, og hvarf sjaldnast á brott, fyrr en hann hafði yfirbugað and-
stæðing sinn eða gert hann æfareiðan. Ein slík saga skal sögð hér.
Að vetrarlagi var Jósep á ferð fyrir vestan Vatnsdalsá og gerði sér
þá ómak til að heimsækja oddvita hreppsins. Hann hefir efalaust
talið að þeir ættu eitthvað óuppgerðar sakir út af sveitarmálum.
Síðla kvölds kemur Jósep heim til oddvita, gerir ekki erindi upp-
skátt, en sezt inn í baðstofu og byrjar fljótlega að stríða húsbónda,
er þoldi illa stríðni hans, en stillti sig þó lengi vel og taldi sig renna
grun í hvert erindið mundi vera hjá Jósep. Gekk svo lengi kvölds
að Jósep hélt uppteknum hætti og stríddi oddvita með ýmsum glós-
um og rósamáli, en oddvitinn sló úr og í og vildi eyða þrætu þess-