Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 141
HÚNAVAKA
139
sláttur afar seint. Upp úr miðj-
um júlí byrjuðu þó menn hey-
skap og var nýting ágæt á því,
sem fyrst var slegið. Um sextándu
sumarhelgi hlýnaði loks í veðri
og var jörð að spretta fram á
liaust. Var seinni hluti sláttarins
frekar úrkomusamur og þurrkar
stopulir, en þó ekki svo að veru-
legum vandræðum ylli. Þeir, sem
fyrst byrjuðu að slá gátu heyjað
töluvert í seinni slætti. Var hey-
skap yfirleitt ekki lokið fyrr en
um eða eftir réttir. Heyfengur
varð langt undir meðallagi að
vöxtum og hjá sumum bændum
þriðjungs til helmings vöntun,
miðað við meðalár. Nýting var í
betra lagi. Uppskera garðmetis
lítil sem engin.
Fyrri hluta haustsins var hlýtt,
en vætusamt. Hret gerði þó 1.
október og gránaði jörð, en síð-
an hlýnaði aftur. Frekar hagstæð
tíð var um göngur og réttir. —
Dilkar reyndust í vænna lagi,
enda var jörð í sprettu allt sum-
arið.
Um miðjan október gekk vet-
ur í garð með miklu frosti og
hríðaráhlaupi um veturnætur.
Urðu nokkrir fjárskaðar og mik-
inn snjó setti niður í útsveitum.
Inn til dala var veðrið vægara og
lítil snjókoma. Kuldakafli þessi
stóð fram í miðjan nóvember.
Ekki bætti þó á miklum snjó, en
forsthörkurnar voru miklar. Síð-
an hlánaði í nokkra daga og var
Jilýtt í veðri þar til síðustu daga
mánaðarins að nýtt kuldakast
gerði. Upp úr því gekk í stöðuga
umlileypinga allt til áramóta.
Ekki voru teljandi stórhríðar, en
stöðug breyting á vindátt með
snjókomu og rigningu á víxl.
Fé var víða tekið á liús um
veturnætur en annars staðar ekki
fyrr en í nóvemberlok. Stöðugt
spilltist á jörð og í slydduhríð,
sem gerði aðfaranótt 21. desem-
ber, mátti heita að alveg jarð-
laust gerði um mestan hluta hér-
aðsins. Hrossum var nokkuð far-
ið að gefa á áramótum og fé alls
staðar á innistöðu. Voru svella-
Jög óvenju mikil, en snjór með
minna móti og sæmilega greiðar
samgöngur.
P. S.
FRÉTTIR UM HEILBRIGÐISMÁL.
Það er löngu vitað, að full þörf
er tveggja eða fleiri lækna hér á
Blönduósi og ekki sízt, þar sem
í Höfðahérað hefur enginn lækn-
ir fengizt frá því Lárus Jóns-
son, læknir, lét þar af störfum 1.
nóvember 1966. Hefur því hér-
aði verið gegnt af héraðslæknin-
um á Blönduósi síðan. Hefur
hann farið til Höfðakaupstaðar
livern fimmtudag og haft þar
móttöku og lyfjaafgreiðslu. Hafði
hann í fyrstu afdrep í ljósastofu