Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 95
HÚNAVAKA
93
þekkt, sem óljóð nemur utanbókar og hefir þau tiltæk, e£ við á og
vitna þarf í, en enn í dag er það svo, að þrátt fyrir hraða og eril tím-
anna lærist haglega gerð vísa um leið og hún er kveðin og fagurt
ljóð seytlar inn í hugann og sezt þar að og gefur ótaldar yndisstund-
ir. Svo mikill er máttur íslenzkrar ljóðhefðar — enn. Það er tvímæla-
laust skaði, með það af rímleysunni, sem einhvers er virði, hve lítt
hún lærist, því að það horfir til menningar að tileinka sér og muna
það, sem spaklega er hugsað og mælt a£ snilld.
Hvað segja svo tónskáldin? Semja þau almennt eins gjarna lög sín
við rímleysurnar eins og við ljóðkvæðin, sem oft og tíðum laða lög-
in fram í hugann með hrynjandi sinni? Þetta leiðir reynslan í ljós á
sínum tíma.
Að lokum vil ég leyfa mér að gera lítinn samanburð á ljóði og
rímleysu.
Jóhann Sigurjónsson stendur framarlega í ljóðskáldafylkingu ís-
lendinga þótt ekki liggi eftir hann mikið magn kvæða. Hann orti
sumt af kvæðum sínum á dönsku og í útgáfu „Máls og menningar"
af ritverkum hans, hefir Gísli Ásmundsson íslenzkað þau í óbundið
mál, ætla ég að það sé allvel gert, jafnvel svo, að ekki verði að fundið.
Kemur hér þýðing Gísla á „Erindi úr Fjalla-Eyvindi og konu
hans“.
Hefur þú séð yngissveininn, sem er vinur minn, hjartans-vinur.
Fegurstur meðal vígdjarfra sveina, sem bera sverð og spjót.
Ég hef brosað tennur mínar hvítar, ég hef brosað
tennur mínar hvítar af fögnuði.
Hefur þú heyrt hljóminn í rödd hans. Hann er eins og
söngur, ástarsöngur.
Þegar ég hlýddi á hann í fyrsta sinni, varð hjarta mitt hljótt.
Hann hefur kysst varir mínar rauðar, hann hefur kysst
varir mínar rauðar af unaði.
Svo er hér til samanburðar þýðing sú, sem er notuð sem söng-
texti við hið fagra lag Karls O. Runólfssonar:
Viltu fá minn vin að sjá
sveininn þann, sem ég ann.