Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 57
HÚNAVAKA
55
Hvað er þá að segja um hreppana austan Blöndu? Annállinn veit-
ir engar upplýsingar um Vindhælishrepp og Engihlíðar og óglöggar
um Bólstaðarhlíðarhrepp. Með heitinu Svartárdalshreppur er senni-
lega átt við kirkjusóknirnar báðar, Bergsstaða og Bólstaðarhlíðar,
en þá vantar þá bæi í Bólstaðarhlíðarhreppi, sem teljast til Holta-
staðasóknar, Langadalsbæina frá Strjúgsstöðum og fram að Auðólfs-
stöðum að þeim báðum meðtöldum. Á þeim bæjum (þá 6 býli) voru
við manntal 1703 alls 28 manns. Annállinn gaf okkur upp tvær töl-
ur um dána í Bólstaðarhlíðarhreppi: Svartárdalshreppur 40 og
Blöndudalshólasókn 19 eða samtals 59. Við þessa tölu þarf að bæta
áætlaðri dánartölu á Langadalsbæjunum í Bólstaðarhlíðarhreppi,
en draga frá aftur á móti dána á fyrrnefndum þrem bæjum á Bugn-
um. Að lokinni þessari leiðréttingu má telja líklegt, að í Bólstaðar-
hlíðarhreppi hafi bólusóttin fellt 60—65 manns.
Jarðabókin gefur nokkurar bendingar um bólusóttina í hreppun-
um austan Blöndu þar sem skrásetning jarðanna þar fór ekki fram
fyrr en 1708. Hér eru ekki nema 5 ár á milli, en á þessum árum
höfðu þó orðið ótrúlega miklar breytingar á ábúðinni, töluvert af
jörðum farið í eyði og ábúendaskipti orðið á miklum hluta jarð-
anna. Kennir hér auðvitað áhrifa bólusóttarinnar.
í Bólstaðarhlíðarhreppi fóru tvær jarðir í eyði: Fjós og Auðólfs-
staðakot, en nú er Gautsdalur aftur kominn í byggð, sem var í eyði
1703. En búendum hefur fækkað í hreppnum um 5, og hafa nú
tveir þeirra ábúð á tveim og hálfri jörð hvor. í hinum hreppunum
var útkoman verri. Þar fór margt jarða í eyði, svo að tala byggðra
býla í þeim hreppum verður 13 lægri en hún var 1703. í Engihlíðar-
hreppi hafa farið í eyði þessar jarðir: Hvammur, Engihlíð, Blöndu-
bakki, Svangrund og Litla-Vatnsskarð. Meira að segja hálf jörðin
Holtastaðir var ekki í ábúð 1708, þó að bóndi fram í Svartárdal
nytjaði nokkurn hluta túnsins.
Það yrði of langt mál að gera grein fyrir ábúendaskiptunuyn á
öllu svæðinu. Nefni hér einungis þetta: Af 46 búendum í Bólstaðar-
hlíðarhreppi 1703 búa einungis 18 á sama stað 1708, 4 hafg flutt
sig milli býla innan hreppsins og 1 lengra til innan sýslu. Þetta er
helmingur ábúendanna. Get ekki ábyrgzt nema einhver hafi flutt
búferlum út úr sýslunni, þó að ég hafi ekki rekizt á það við lauslega
athugun, en megin hluti þessara 23 búenda, sem ekki hefur verið