Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 126
124
HÚNAVAKA
Dómhildur Simonia Jóhannsdóttir, liúsfrú á Blönduósi, var fædd
að Skúfsstöðum í Hjaltadal 28. júní 1887. Voru foreldrar hennar
þau hjónin Jóhann Jóhannsson frá Hrólfsstöðum í Skagafirði og
Katrín Lárusdóttir frá Lágafelli í Mosfellssveit. Frá Skúfsstöðum
fór hún ársgömul að Hofi í Hjaltadal og ólst þar að miklu leyti upp.
Um tveggja ára skeið var hún á Sauðárkróki við saumanám og varð
frábærlega vel að sér í öllu Jrví sem að handavinnu laut. Arin 1907
—1908 var lnin á Kvennaskólanum á Blönduósi og lauk þar námi
með ágætum. Hinn 9. jan. 1913 giftist hún Kristófer Kristóferssyni
frá Köldukinn. Þrem árum síðar fluttust Jrau til Blönduóss og átti
frú Dómhildur Ji>ar heima upp frá Jjví. Síðustu árin var hún í skjóli
Sverris sonar síns og hans ágætu konu, Elísabetu Sigurgeirsdóttur.
Þau hjónin eignuðust alls 5 böm, en misstu 2 þeirra um eða stuttu
eftir fæðingu. Hin þrjú, senr upp komust eru: Skafti, bóndi í
Hnjúkahlíð, Jóna, sjúkrakennari við Kleppsspítalann í Reykjavík,
og Sverrir, hreppstjóri og kaupmaður á Blönduósi. Einn son átti
frú Dómhildur áður en hún giftist. Hét liann Þórliallur Trausta-
son, var bóndi norður í Hjaltadal, en er nú látinn. Dómhildur var
prýðilega gefin kona og vel að sér bæði til munns og handa. Hún
var ágætlega greind, fróð um margt og skörungur að allri gerð. Hún
tók virkan þátt í félagsmálum kvenna. Var hún stofnandi Kven-
félagsins á Blönduósi og formaður þess yfir 20 ár. Þá var hún einnig
í stjórn Santbands Austur-húnvetnskra kvenna um skeið. Var hún
gerð að heiðursfélaga beggja Jressara félaga. Hún lézt á Héraðshæl-
inu 12. maí.
Þuriður Guðrún Sigurðardóttir Sœmundsen. Hún var fædd að
Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi 1. maí 1894. Voru foreldrar henn-
ar þau merkishjónin Jóhann Sigurður Sigurðsson og Sigurbjörg
Gísladóttir, sem um langt skeið bjuggu á Húnsstöðum. Var faðir
hennar sonur Sigurðar Bárðarsonar, bónda í Gröf í Víðidal, en
hann var ættaður úr Borgarfirði. Móðir hennar var dóttir Þuríðar
Andrésdóttur systur Einars skálds í Bólu. Þuríður ólst upp á mynd-
arheimili foreldra sinna fram yfir fermingu, en fór þá í Kvenna-
skólann á Blönduósi og lauk þar náini með ágætum vitnisburði.
Þegar á næsta ári fór hún í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk
gagnfræðaprófi vorið 1913 með I. einkunn. Næstu árin var hún við
kennslu bæði á Akureyri og Blönduósi. Hinn 22. júlí 1917 giftist
hún Evald Eilert Sæmundsen, verzlunarstjóra á Blönduósi, og tók
X