Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 116
114
HÚNAVAKA
með aðstaða til aukinnar samvinnu sambandsfélaganna. Er það síð-
ur en svo óeðlileg þróun og ekki annað en tímanna tákn, þó að
grundvöllurinn verði að sjálfsögðu aldrei annar en liin einstöku
sambandsfélög.
A árunum 1946— 1954 var oftast einhver frjálsíþróttastarfsemi bjá
lélaginu og flest þessi ár voru keppendur sendir á Héraðsnrót
U.S.A.H. Næstu 8 árin léll þessi starfsemi alveg niður. En nú um
fjögurra ára skeið hefur töluverð gróska verið í íþróttastarfseminni.
Æfingum hefur verið haldið uppi á hverju vori og hafa þjálfarar
U.S.A.H. starfað hjá lelaginu. Félagið helur sent marga keppendur
á héraðsmótin og félagar úr U.M.F.B. hafa keppt fyrir U.S.A.H. á
íþróttamótum, t. d. á Landsmóti U.M.F.I. á s.l. vori.
Þegar ungmennafélagið var stofnað var lnisakostur til samkomu-
halds í sveitinni næsta ólullkotninn. Þinghúsið í Bólstaðarhlíð var
lítið og víðs fjarri að svara þeim kröfum, sem sýnt var að framtíðin
mundi gera til slíkra bygginga. Vorti á þeim árum uppi í sveitinni
ýmsar ráðagerðir um stækkun hússins og breytingar. En aðrir vildu
byggja nýtt hús og voru ungmennafélagar yfirleitt í þeim flokki.
Varð þetta mál fljótt ofarlega á baugi hjá félaginu, en löng bið varð
á raunhæfum aðgerðum. A sínum fyrstu árum byggði félagið hest-
hús austan við þinghúsið í Bólstaðarhlíð og afhenti sveitinni að gjöf,
svo að menn gætu hýst hesta sína, er þeir kæmu til mannfunda. Var
þetta töluvert átak af ungu félagi með lítinn sjóð, þó að breyttir tím-
ar liafi gert þessa framkvæmd lítils virði.
Nokkru fyrir 1950 voru sett lög um félagsheimilasjóð, er ntiðuðu
að því að ríkið greiddi 40% kostnaðar \ ið félagsheimilabyggingar.
Það varð til þess að mörg sveitarfélög fóru að hraða frambúðarlausn
sinna samkomumála. Harðnaði nú áróðurinn fyrir byggingu félags-
heimilis í sveitinni um allan helming og voru ungmennafélagar þar
framarlega í flokki.
í nóvember 1951 komu fulltrúar frá Bólstaðarhlíðarhreppi og
Jjrennir félögum saman á fund og undirrituðu samvinnusamning um
byggingu félagsheimilis. Var Bólstaðarhlíðarhreppur með 1/6 eignar-
hluta í heimilinu, en IJ.M.F.B., kvenfélagið og búnaðarfélagið nreð
% hvert. Framkvæmdir við íélagsheimilisbygginguna hófust sumar-
ið 1952 og vorið 1957 var þeim lokið, luisið vígt og gefið nafnið
Húnaver. Alls greiddi U.M.F.B. kr. 150 þús. sem framlag til bygging-
arinnar, en kostnaður alls var um 2 millj. kr. Ekki þarf að fara í graf-