Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 67
HÚNAVAKA
65
Á árinu 1878 var sett nefnd til þess að ákveða um skipan kirkna
og prestakalla. Ákvað hún, að Blöndudalshólaprestakall skyldi lagt
niður. Skyldi Blöndudalshólasókn sameinast Bergsstaðasókn, en
Holtastaðasókn leggjast til Hjaltabakka. Jarðir Blöndudalshóla-
prestakalls skyldu leggjast til Bergsstaða. Á næsta ári er tillaga
nefndarinnar samþykkt á alþingi. 27. febrúar 1880 eru lög um
þetta útgefin.
Þá var í Blöndudalshólum séra Markús Gíslason, en hann hafði
verið þar prestur síðan 17. desember 1869. Hann flutti þaðan á ár-
inu 1881 og var þá prestakallið sameinað Bergsstaðaprestakalli. Með
lögum 4. nóvember 1881 er Holtastaðasókn lögð til Höskuldsstaða,
og fylgdi þeim til þess er hún var lögð til Bergsstaðaprestakalls með
stjórnarráðsbréfi 29. ágúst 1908.
Með landshöfðingjabréfi 23. janúar 1882 er Blöndudalshólakirkja
lögð niður, en sjóðir hennar, skrautgripir, áhöld og andvirði kirkj-
unnar fél! til Bergsstaðakirkju, y^ til Bólstaðarhlíðarkirkju og
y4 til Svínavatnskirkju. Sókninni var svo skipt þannig: Rugludal-
ur, Selland, Bollastaðir, Eyvindarstaðir, Eyvindarstaðagerði og
Brandsstaðir voru lagðir undir Bergsstaði, en Blöndudalshólar,
Syðra-Tungukot, Finnstunga og Ytra-Tungukot til Bólstaðarhlíðar-
sóknar. Þröm, Eldjárnsstaðir og Eiðsstaðir voru lagðir til Svína-
vatnssóknar. „Leyft var og — meðan Blöndudalshólakirkjugarður
væri við lýði og endist til þess — skyldi íbúum fyrrverandi Blöndu-
dalshólaprestakalls áskilinn réttur til grafreits í honum.“
Prestar i Blö?idudalshólaprestakalli.
Einar. Hann var prestur í Blöndudalshólum um 1318 og er hans
getið þar í Auðunnarmáldaga.
Þoi'uarður. Bjó á Gunnsteinsstöðum og getið í máldaga Jóns
biskups Eiríkssonar 1360.
Einar Þoi'varðsson, 1390—1397. Bjó á Holtastöðum. í máldaga
Holtastaðakirkju 1394 er sagt, að „inntekt kirkjunnar reiknaðist
fjögur hndr. vöru um 4 ár, sem Einar bjó“.
Magnús (um) 1395.
Þórður Þoi láksson, 1376—1394. Ekki ólíklegt að hann sé sá Þ. Þ.
prestur, sem vottur er á Svínavatni að því 31. des. 1399, þegar Þor-
5