Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 89
INGA SKARPHÉÐINS, Blönduósi:
Draumur um blóm
Rykmettaður salurinn var óskýr fyrir augunr stúlkunnar. Drung-
inn í höfðinu var ásækinn. Halló Dagga, þú hefur tekið einum of
mikið sé ég. Já einum sopa, anzaði stúlkan og brosti dauflega við
miðaldra manni, er laut brosandi að henni. Hann hafði verið hrók-
ur alls fagnaðar um kvöldið. Leiðinlegur, hugsaði hún. Hlátrar hans
háir og heimskulegir. Þunnt hárið og fálmandi hendur lians, er leit-
uðu óstýrilátar um herðar og hné kvennanna.
Partí, sagði hann. F.rtu með? Hverjir verða? I.inda og Dæja og
þessir þarna, sagði miðaldra maðurinn og benti á grannan mann, er
sat á tali við síðhærðan, kuldalegan mann.
Dagga stóð upp óörugg. Það var svalara frammi. Hún jafnaði sig
og snyrti andlit sitt, tók kápuna sína og gekk hægum skrefum til
hinna.
Hljómsveitin lék enn og nokkur pör dönsuðu á gólfinu í furðu-
legum stellingum. Söngvarinn drafaði með lokuð augu, ámátlegt lag
með skjálfandi upphrópunum, ó! ó!
Dagga starði fram fyrir sig og varð altekin leiða yfir öllu. Hún
vildi komast heim í litla herbergið sitt. Hverfa frá þessu öllu og
flýja til Draumsins, er hún undi við löngum.
Ég fer stelpur, sagði hún. Þær urðu allar að augum og munnarn-
ir gengu. Nei ertu vitlaus! Við erum boðnar í partí!
Þú kemur, annars getum við ekki farið. Ekki eitt orð Dagga, þú
kemur með. Þeim var troðið inn í bílinn. Sá síðhærði keyrði. Þótt
hann væri ekki sem bezt fyrir kallaður, gæti þetta lánast með lagi.
Nú var miðaldra maðurinn í essinu sínu, nú var hann veitandinn.
Hann átti lítið hús og bjó þar einn. Gestkvæmt var þar á stundum
og nóg að drekka. Fáar nætur var þar hljótt og gestalaust.
Komið inn, sagði veitandinn og lét þau tínast inn. Það var eins
og hann væri að telja fé í hús.