Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 25

Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 25
HÚNAVAKA 23 Á þeim árum, sem Jósep vann mest að framkvæmdum hafði hann oft mörgu fólki á að skipa og sóttist þá aðallega eftir því fólki, sem hann taldi duglegt til vinnu, enda úr nógu að velja á þeirn árum. Hann mun þó hafa hvatt fólk sitt mjög til vinnu og var af sumum kallaður vinnuharður. Öllum ber hins vegar saman um að viður- gjörningur fólksins hafi verið mun betri en almennt tíðkaðist. Einnig var talið óbrigðult að allir unglingar, sem væru á Hjalla- landi að staðaldri næðu betri þroska en almennt var og mun hús- freyjan hafa átt sinn þátt í því. Oft mun Jósep hafa goldið hærra kaup en umsamið var, ef honum féll vel við viðkomandi mann, enda var hann engin smásál í viðskiptum frekar en öðru. Sá, sem þetta ritar kynntist Jósep ekki persónulega fyrr en á efri árum hans, og var hann þá eðlilega orðinn nokkuð breyttur í útliti, en skaplyndi hans mun þó hafa verið að mestu óbreytt. Hér skal gjörð tilraun til að lýsa Jósep að nokkru, bæði útliti hans og eigin- leikum, eins og það kom mér fyrir sjónir. Jósep var með allra hæstu mönnum og afar þrekinn og herðabreiður svo að af bar, andlitið stórskorið og ekki smáfrítt. Á efri árum var hann þrútinn í andliti og kinnar og neðri vör slapandi, enda þá um langt skeið mikill drykkjumaður. Hár hafði Jósep oftast mikið og stóð hárkraginn út á axlir og herðar. Einnig bar hann á seinni árum óræktarlegt al- skegg. Allt útlit Jóseps var mjög stórfenglegt og eftirminnilegt, og minnti helzt á hugmyndir manna um hina fornu víkinga. En helzt vantar mig orð til að lýsa útliti Jóseps, því að hann var engum öðr- um líkur, sem ég hefi séð og það er álit mitt að enginn, sem sá hann gleymi honum með öllu. Enginn var Jósep sundurgerðarmaður í klæðaburði og hneppti litt að sér fötum, þótt kalt væri í veðri. Þó að hann væri á ferðalög- um var hann tíðum með vesti og jakka fráhneppt og flöksuðust þá fötin fyrir vindi. Oft var hann í síðri kápu yztri fata og var þá ekki ævinlega í ermunum, en hneppti henni um hálsinn, þó aðeins efsta hnappnum. Hann var þá allferlegur og ekki árennilegur, þegar vind- ur stóð í kápuna og flaksaði henni til og frá. Engum, sem kynntist Jósep, duldist að hann var greindur í bezta lagi og stórbrotinn að öllu eðlisfari. Hann var gestrisinn og viðræðu- góður, minnið óskeikult og alltaf reiðubúinn að bregða fyrir sig tilvitnunum og spakmælum úr fornsögum, — enda munu þær hafa verið uppáhalds lestrarefni hans. Oft gat Jósep verið hrjúfur í svör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.