Húnavaka - 01.05.1968, Qupperneq 25
HÚNAVAKA
23
Á þeim árum, sem Jósep vann mest að framkvæmdum hafði hann
oft mörgu fólki á að skipa og sóttist þá aðallega eftir því fólki, sem
hann taldi duglegt til vinnu, enda úr nógu að velja á þeirn árum.
Hann mun þó hafa hvatt fólk sitt mjög til vinnu og var af sumum
kallaður vinnuharður. Öllum ber hins vegar saman um að viður-
gjörningur fólksins hafi verið mun betri en almennt tíðkaðist.
Einnig var talið óbrigðult að allir unglingar, sem væru á Hjalla-
landi að staðaldri næðu betri þroska en almennt var og mun hús-
freyjan hafa átt sinn þátt í því. Oft mun Jósep hafa goldið hærra
kaup en umsamið var, ef honum féll vel við viðkomandi mann,
enda var hann engin smásál í viðskiptum frekar en öðru.
Sá, sem þetta ritar kynntist Jósep ekki persónulega fyrr en á efri
árum hans, og var hann þá eðlilega orðinn nokkuð breyttur í útliti,
en skaplyndi hans mun þó hafa verið að mestu óbreytt. Hér skal
gjörð tilraun til að lýsa Jósep að nokkru, bæði útliti hans og eigin-
leikum, eins og það kom mér fyrir sjónir. Jósep var með allra hæstu
mönnum og afar þrekinn og herðabreiður svo að af bar, andlitið
stórskorið og ekki smáfrítt. Á efri árum var hann þrútinn í andliti
og kinnar og neðri vör slapandi, enda þá um langt skeið mikill
drykkjumaður. Hár hafði Jósep oftast mikið og stóð hárkraginn út
á axlir og herðar. Einnig bar hann á seinni árum óræktarlegt al-
skegg. Allt útlit Jóseps var mjög stórfenglegt og eftirminnilegt, og
minnti helzt á hugmyndir manna um hina fornu víkinga. En helzt
vantar mig orð til að lýsa útliti Jóseps, því að hann var engum öðr-
um líkur, sem ég hefi séð og það er álit mitt að enginn, sem sá hann
gleymi honum með öllu.
Enginn var Jósep sundurgerðarmaður í klæðaburði og hneppti
litt að sér fötum, þótt kalt væri í veðri. Þó að hann væri á ferðalög-
um var hann tíðum með vesti og jakka fráhneppt og flöksuðust þá
fötin fyrir vindi. Oft var hann í síðri kápu yztri fata og var þá ekki
ævinlega í ermunum, en hneppti henni um hálsinn, þó aðeins efsta
hnappnum. Hann var þá allferlegur og ekki árennilegur, þegar vind-
ur stóð í kápuna og flaksaði henni til og frá.
Engum, sem kynntist Jósep, duldist að hann var greindur í bezta
lagi og stórbrotinn að öllu eðlisfari. Hann var gestrisinn og viðræðu-
góður, minnið óskeikult og alltaf reiðubúinn að bregða fyrir sig
tilvitnunum og spakmælum úr fornsögum, — enda munu þær hafa
verið uppáhalds lestrarefni hans. Oft gat Jósep verið hrjúfur í svör-