Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 47

Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 47
HÚNAVAKA 45 raiðjan Hvalfjörð. Mannfellir varð og að sjálfsögðu skepnufellir, og fjöldi fólks komst á vergang. Um þetta leyti urðu konungaskipti í Danmiirku, og tók við Frið- rik fjórði. íslendingar unnu honum hollustueiða á Alþingi árið 1700. Varð þá að ráði að skrifa konungi, tjá honum vandræði þjóð- arinnar, og leita hans föðurlegu ásjár. I tilefni af þessum aðgerð- um fór annar lögmaðurinn, Lauritz Gottrup á Þingeyrum, á kon- ungsfund 1701 til halds og trausts bænarskrá landsmanna. Varð þetta til þess, að tveim mönnum, Árna Magnússyni og Páli Vídalín, var falið að ferðast um landið, annast ákveðnar skýrslugerðir, rann- saka hagi landsmanna og gera tillögur til úrbóta. Tvö merk rit urðu til við störf þeirra Arna og Páls: Manntalið 1703 og jarðabókin. Verður nú gerð nánari grein fyrir þessum rit- um og dreginn saman nokkur fróðleikur úr þeirn um sýslufélag okkar, Austur-Húnavatnssýslu. Rúmsins vegna verður að takmarka mjög frásögnina, og einnig verður ekki hægt að taka nema nokkur atriði til meðferðar að sinni, en framhald gæti orðið á síðar. Hér verður auðvitað ekki um neina fræðimennsku að ræða, heldur laus- legt fróðleikshrafl. Ritin tvö. Manntalið 1703 er fyrsta almenna manntalið, sem tekið var hér á landi og því stórmikils virði fyrir ættfræði og persónusögu. Þar eiga að vera skrásettir allir landsbúar eftir heimilisfangi og getið aldurs þeirra og stöðu. Manntal þetta var gefið út á árunum 1924—1947, og stóð Hagstofa íslands að útgáfunni. Það er fyrir löngu uppselt. Hitt ritið er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þar eru skrásett öll býli á landinu og rniklar upplýsingar um hvert. Skrásetningin fór ekki fram á sama árinu um allt land. Hér í sýslu voru jarðirnar skrásettar á þrem árurn með nokkru millibili: 1706, 1708 og 1713. Býlunum er lýst, gögnum þeirra og gæðum, kostum og ókostum, upplýsingar eru gefnar um eigendur og ábúendur, leigukúgildi og landsskuldir, og loks er gefin upp búfjártalan. Jarðabókin lá lengi í handriti eins og Manntalið 1703, en var ioks gefin út af Fræðafélaginu í Kaupmannahöfn í 11 bindum. Jarðabókin er einnig uppseld. Eins og fyrr er getið fór skrásetning jarðanna hér í sýslu fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.