Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 145
HÚNAVAKA
143
stofnuninni vandað píanó að
gjöf til minningar um tvær merk-
iskonur, þær frú Imríði Sæmund-
sen og frú Dómhildi (óhanns-
dóttur, sem létust á s.l. ári. Voru
þær báðar niiklar kvenfélagskon-
ur og höfðu starfað mikið fyrir
samtökin. Þá færði kvenfélag Ás-
hrepps héraðshælinu 10 þúsund
krónur til kaupa á hægindastó!-
um fyrir sjúklinga og kvenfélag
Torfalækjarhrepps færði hælinu
15 þúsund krónur til að kaupa
sængur í sjúkrarúm. Á þessu
ári verður kvenfélagið Vaka á
Blönduósi 40 ára. Hefur stjórn
félagsins tilkynnt stjórn héraðs-
hælisins, að í tilefni þessara tíma-
móta muni það færa ellideild
liéraðshælisins sjónvarp að gjöf,
strax og liægt verður að nota það
hér.
Árni Bjarnarson, bóksali á
Akureyri, færði héraðshælinu 35
bindi bóka, og er það ekki í
fyrsta sinn, sem Árni færir hæl-
inu bókagjöf. Þá færði frú Hall-
dóra Bjarnadóttir hælinu 10 þús-
und krónur til kaupa á ísskáp.
Margar fleiri gjafir hafa hér-
aðshælinu borizt, og þótt þakkað
Iiafi verið fyrir þær á öðrum vett-
vangi, ber að færa hér öllum
þeim mörgu, enn einu sinni
beztu þakkir fyrir hugulsemi og
hlýhug til stofnunarinnar. Þá
minnist gamla fólkið og sjúkling-
arnir á hælinu með þakklæti
þeirra heimsókna, sem það hefur
orðið aðnjótandi á árinu, bæði
frá einstaklingum og félagasam-
tökum, sem veitt hafa þeim bæði
skemmtun og veitingar. Eru slík-
ar heimsóknir alltaf vel þegnar.
14. marz 1968.
MEKKIR BÚENDUR FLUTTIR ÚR
HÉRAÐI.
Á síðastliðnu hausti fluttu héðan
úr sýslunni og til Reykjavíkur
prófastshjónin í Steinnesi, frú Ól-
ína Benediktsdóttir og sr. Þor-
steinn B. Gíslason. Þau hjón eiga
að baki langan og mikinn starfs-
tíma hjá Húnvetningum. Sr. Þor-
steinn var búinn að vera þjón-
andi prestur í Þingeyraklaust-
ursprestakalli meira en hálfan
fimmta áratug, auk hinna fjölda
mörgu félagsstarfa, er hann
gegndi fyrir mörg félagasamtök
hér í sýslu samhliða preststörf-
unum.
Á síðastliðnu liausti lét frú
Hulda Á. Stefánsdóttir af skóla-
stjórn við Kvennaskólann á
Blönduósi, og flutti einnig bú-
ferlum til Reykjavíkur. Frú
Hulda er merk kona og mikil-
Iiæfur stjórnandi, enda góðum
gáfum gædd. Maður frú Huldu,
Jón S. Pálmason fyrrv. bóndi á
Þingeyrum verður áfram hér í
héraði fyrst um sinn.
Húnvetningar kvöddu þetta