Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 87
HÚNAVAKA
85
björgunarbelti og þeir stærstu, bæði líkamlega og andlega, fengu tvö.
Jafnframt gerðu skipverjar lítið úr atburði þessum og sögðu að þetta
yrði aðeins dálítil töf — fráleitt meira en eins til tveggja tíma. — Þar
sem allir voru komnir upp á þilfar báðu þeir farþega að fara niður
aftur, bæði til þess að skipið liéldist betur á kili og þar færi miklu
betur um fólkið. Ég var sá fyrsti og eini, sem þangað fór, því að
þegar ég er nýseztur á einn bekkinn fæ ég gusu af sjó beint yfir mig
og öll ljós slokkna um leið og skipið liallar sér hægt og rólega á hlið-
ina, að hálfu leyti. Mér var varla til setu boðið öllu lengur og skreið-
ist á hnjám og liöndum að stiganum og get Iiaft mig upp. Þar voru
farþegar í rnesta ofboði að flytja sig þeim megin á skipið, sem það
var úr sjó. Farið var að reyna að losa björgunarbátana og eftir langa
þraut tókst að losa annan, liinn lét sig aldrei. Síðan var beðið í marga
klukkutíma og vissi ég lítið hvað fólkinu leið yfirleitt. Ég var úti á
afturþilfari eða liékk öllu heldur á handriðinu, því að ekki var hægt
að standa vegna liallans. Ég kunni einhvern veginn betur við mig úti
en inni og eins vildi ég liafa gát á bátum eða björg, senr frá landi
kæmi. Þegar skipverjum hefur verið farin að leiðast biðin, fóru
nokkrir þeirra ásamt einhverjum farþegum — 6 eða 7 menn alls —
í það að reyna að komast til lands í björgunarbátnum. Eftir margar
misheppnaðar tilraunir til þess að komast frá skipinu á móti vindi
og sjó, komust jreir loks með því að beita undan fyrst, og snúa síðan
meir upp í vind. Hægt virtist jreim niiða og lengi sá ég til þeirra
áður en þeir hurfu í myrkrið.
Þegar klukkan var orðin 12 sjáum við bát koma, sem ýmsir þótt-
ust þekkja og var það dráttarbáturinn Magni. Einnig kom stór flat-
botnaður innrásarprammi og virtust þeir ætla að koma mjög nærri
skipinu. Áður sá ég báta tvisvar sinnum, sem komu og fóru hálf-
hring í kringum okkur, en sneru síðan sömu leið til baka, án þess
að reynanokkuð til bjargar. í þetta þriðja skipti fór öðru vísi. Magni
staðnæmdist skammt undan, en pramminn kom alveg að skipinu og
farþegarnir látnir fara í liann og selfluttir út í Magna. Pramminn
þurfti að fara þrjár ferðir til að flytja allt fólkið, þó án alls farang-
urs. Þegar allir voru komnir í prammann í þriðju ferðinni, fórum
við tveir Hlíðhreppingar að tala um að líklega hefði ekkert verið
hugsað um að taka kött, sem var í skipinu og lofa honum með til
lands. Báðum við um að mega sækja liann, en jrað var ekki leyft.
Þeir, sem á móti því mæltu, sögðu að það færi ekki neitt illa um