Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 139
HÚNAVAKA
137
sept. 1880 á Ökrum í Fljótum í Skagafirði. Voru foreldrar hennar
Bessi Þorleifsson, skipstjóri á Siglufirði og kona hans Guðrún Ein-
arsdóttir Andréssonar frá Bólu. Þau hjón fluttu frá Ökrum að
Sölvabakka í Engihlíðarhreppi 1883, þar ólst Rakel upp, hún lærði
karlmannafatasaum á Akureyri og var á Ytri-Eyjar kvennaskóla.
Hún var bókltneigð og skilningsgóð, skáldmælt og minnug og ágæt-
lega ritfær. En þó hún væri svo vel gefin á andlega sviðinu, var liún
eigi síðri á því verklega. Hún vandist snemma verkum til sjós og
lands, var dugnaði hennar mjög viðbrugðið. Þá átti lnin létta lund
og var gestrisin. Þann 20. apríl 1911 giftist Rakel Guðlaugi Sveins-
syni, þau fluttu að Þverá í Norðurárdal og bjuggu þar æ síðan. Þau
hjón eignuðust þessi börn: Véstein Bessa Húnfjörð, húsgagnasmið
í Reykjavík, Emilíu Margréti og Guðrúnu Jóhönnu, búsettar í
Reykjavík, Bergþóru Heiðrúnu í Keflavík, Einar Húnfjörð á
Blönduósi, Þorlák Húnfjörð, bónda á Þverá, og Kára Húnfjörð,
járnsmið á Blönduósi, en hann andaðist 29. okt. 1952. Sonur hans
Bragi, ólst upp með þeim Rakel og Guðlaugi.
Rakel var félagslynd kona, starfaði alla tíð mikið í Kvenfélagi
Höskuldsstaðasóknar. Hún var mikil trúkona og mjög kirkjurækin,
hún var fyrsti hvatamaður þess, að reist væri ný kirkja að Hösk-
uldsstöðum. Hún setti alla tíð svip á sveitina.
Jakobína Ingibjörg Jónsdóttir andaðist 19. des. á H. A. H. Hún
var fædd 25. ágúst 1881 að Torfustöðum í Miðfirði. Hún giftist
Sumarliða Tómassyni og bjuggu þau alla tíð á Blönduósi. Þau voru
bæði iðjusöm, hann atorkumaður og hún snyrtikona er fór vel með
hlutina. Hún var heimiliskær og gestrisin. Þau eignuðust tvo sonu,
Jón og Rögnvald, sem báðir eru búsettir á Blönduósi. Þau hjón
voru með hinum fyrstu er fluttu á Ellideild Héraðshælisins á Blöndu-
ósi. Árið 1958, 9. apríl andaðist Sumarliði Tómasson, en Jakobína
dvaldi áfram sem vistmaður á Ellideildinni.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.